Fara í efni

HÖTE2FA06 - Fatasaumur og sníðagerð

fatasaumur, grunnsnið, vefjarefni

Einingafjöldi: 6
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Í áfanganum lærir nemandinn að taka líkamsmál og vinna með stærðartöflur, grunnsnið og sniðútfærslur. Hann lærir á saumavél og lögð er áhersla á saumtækni með ýmsum gerðum af prufusaumi. Kennt er að leggja snið rétt á efni og reikna út efnisþörf. Saumaðar eru einfaldar flíkur. Nemandinn lærir um helstu vefjarefnin, eiginleika þeirra og vinnslu. Lögð er áhersla á að nemendur skilji vinnuferlið frá hugmynd að fullunninni flík og temji sér vönduð vinnubrögð við alla þætti ferlisins.

Þekkingarviðmið

  • hvernig líkamsmál eru tekin og borin saman við stærðartöflur
  • uppbyggingu grunnsniða, heitum og útliti ólíkra sniðhluta
  • þráðréttu og mikilvægi saummerkinga á sniðum
  • hvernig efnisþörf er reiknuð út frá sniðum
  • notkun grunnsniða til að útfæra og sauma einfaldar flíkur
  • hvernig sniðhlutar eru lagðir á efni eftir þráðréttu og saumför teiknuð inn á efnið
  • saumtækni með prufusaumi, t.d. rennilás, hnappagöt og ýmsar gerðir af vösum
  • heitum, eiginleikum og vinnslu vefjarefna t.d. ull, bómull, hör, silki, hálf- og algerviefnum
  • mismunandi hráefnum og eiginleikum þeirra og framleiðsluferli hráefna úr trefjum í voðir

Leikniviðmið

  • taka líkamsmál og skilja stærðartöflur
  • útfæra einföld snið út frá grunnsniðum
  • geta raða sniðhlutum á efni eftir þráðréttu
  • teikna saumför, falda og aðrar merkingar á efni áður en klippt er
  • nota saumavélar og þekkja notagildi stillinga, saumavélafóta og saumvélanála
  • sauma einfaldar flíkur og saumtækniprufur
  • greina á milli helstu vefnaðargerða
  • lesa alþjóðlegar hráefnis-, innihalds- og meðferðarmerkingar á textíl

Hæfnisviðmið

  • lesa úr stærðartöflum og aðlaga grunnsnið að mældum líkamsmálum
  • nýta grunnsnið til að vinna einfaldar sniðbreytingar út frá eigin hugmyndum
  • meta og nýta sér viðeigandi stillingar á saumavélum sem og fætur og nálar eftir efnum og saumtækniatriðum
  • útskýra vinnuferlið frá hugmynd að fullunninni flík
  • standa skil á vinnuskýrslu með teikningum og texta
  • nýta sér orðaforða greinarinnar til að útskýra ferlið í samræðum og rituðum texta.
  • meta hvaða textílefni hentar mismunandi flíkum eftir notagildi
  • útskýra framleiðsluferli textílhráefna
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?