Fara í efni

HÖTE2HU05(AV) - Hugmyndavinna

greining, hugmyndavinna, túlkun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: SJÓN1TF05, SJÓN1LF05
Í áfanganum kynnist nemandinn undirstöðuatriðum alhliða hugmyndavinnu. Hann vinnur eftir ferlinu frá því að hugmynd kviknar og þar til hún hefur fengið ákveðið form. Lögð er áhersla á sambandið milli hugmyndar, hráefnis, tækni, aðferða og listrænnar sköpunar, greiningar og túlkunar. Nemandinn fær þjálfun í að þróa hugmyndir sínar, starfa sjálfstætt, setja fram hugmyndir, meta og gagnrýna eigin verk. Hver nemandi kynnir verkefni sín og þær lausnir sem notaðar eru. Áhersla er lögð á umræður um verkefnin og að nemendur læri hver af öðrum.

Þekkingarviðmið

  • sambandi milli hugmyndar, hráefnis, tækni, aðferða og niðurstöðu
  • litum, gildi þeirra og notkun í umhverfi okkar
  • hvernig náttúran og eigin menning er uppspretta hugmynda við eigin vinnu og hönnuða almennt
  • heildar hönnunarferlinu

Leikniviðmið

  • vinna með hönnun sína í myndvinnslu og munsturforritum
  • tileinka sé nýjungar í gegnum upplýsingamiðla, handbækur og fagtímarit
  • nota mismunandi litasamsetningar

Hæfnisviðmið

  • þróa hugmynd eftir markvissu þróunarferli
  • setja fram hugmynd munnlega, skriflega og á myndrænan hátt
  • nýta sér náttúru og eigin menningu sem uppsprettu hugmynda við eigin vinnu
  • rökstyðja eigið verk, taka gagnrýni og gagnrýna aðra á jákvæðan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?