Fara í efni

VIÐS2PM05 - Stjórnun

mannauðsstjórnun, markmiðasetning, persónuþróun, verkefnastjórnun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Viðfangsefni áfangans miða að því að undirbúa nemandann fyrir þátttöku í félags- og atvinnulífi. Farið er í grunnhugtök og kenningar í stjórnun. s.s. skipurit, valddreifing, markmiðasetning og hvatning. Nemandanum eru kynnt gildi stjórnunar og skipulagningar fyrir einstaklinginn, fyrirtækið og samfélagið, hann fær innsýn í hlutverk, verksvið og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, einkum á sviði mannauðsstjórnunar. Sérstök áhersla er lögð á persónuþróun. Nemandinn lærir að meta og þekkja kosti sína og galla, tileinka sér verkefna- og tímastjórnun og setja sér markmið.

Þekkingarviðmið

  • kostum sínum og göllum
  • hlutverki sínu í hópavinnu
  • mikilvægi stjórnunar fyrir einstaklinginn, fyrirtæki og samfélagið
  • helstu stjórnunarkenningum og stílum
  • mikilvægi valddreifingar
  • mikilvægi markmiðasetningar
  • undirgreinum stjórnunar
  • helstu skipuritum um dreifingu valds og ábyrgðar
  • grunnatriðum mannauðsstjórnunar
  • verkefnastjórnun

Leikniviðmið

  • setja sér markmið
  • skipuleggja tíma sinn
  • stýra fundum
  • taka starfsmannaviðtöl
  • skrifa fundagerðir
  • gera svót greiningu
  • setja saman einfalda verkáætlun

Hæfnisviðmið

  • vinna að markmiðum sínum
  • fjalla um hlutverk og störf stjórnanda með gagnrýnum augum
  • rökræða helstu stjórnunarstíla
  • leysa af hendi starfsmannaviðtöl
  • vera ábyrgur fyrir fundarstjórnun
  • meta vandamál með gerð svót greiningar
  • taka þátt í skipulagningu á verkefni með gerð verkáætlunar
  • sýna skilning á hlutverki stjórnanda
  • miðla þekkingu og reynslu á sviði stjórnunar
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?