Fara í efni

BÓKF2TF05 - Tölvubókhald

fylgiskjöl, tölvubókhaldskerfi, uppgjör

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: BÓKF1DH05
Í þessum áfanga er tölvutæknin notuð til þess að færa bókhald eftir fylgiskjölum sem nemandi hefur raðað í möppu á kerfisbundinn hátt. Áhersla er lögð á að nemandinn öðlist skilning á hvernig fjárhagsbókhald sækir upplýsingar í birgðabókhald, viðskiptamannabókhald, sölubókhald og launabókhald. Nemandinn lærir hvernig bókhaldslykill er skipulagður og settur upp. Kynntir eru möguleikar á ítarlegri skýrslugerð ásamt túlkun og greiningu upplýsinga. Nemandinn kynnist mikilvægi upplýsingakerfa fyrir stjórnendur í nútíma viðskiptaumhverfi þar sem nákvæmar upplýsingar nýtast þeim til ákvarðanatöku við rekstur fyrirtækis. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda.

Þekkingarviðmið

  • röðun og varðveislu fylgiskjala
  • uppsetningu og skipulagi bókhaldslykla í tölvubókhaldi

Leikniviðmið

  • færa stafrænt bókhald eftir fylgiskjölum
  • vinna með dagbókar- og uppgjörsfærslur
  • gera upp bókhald lítils fyrirtækis á eigin spýtur

Hæfnisviðmið

  • útbúa launaseðla og skilaskýrslur sem varða laun og virðisaukaskatt
  • nýta upplýsingakerfi til markvissrar upplýsingaöflunar
  • greina og túlka upplýsingar úr tölvubókhaldi
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?