HAGF3ÞM05 - Þjóðhagfræði
hagstjórn, markaðsbrestir, meginstefnur, þjóðarhagur
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: HAGF2ÞE05
Þrep: 3
Forkröfur: HAGF2ÞE05
Áfanginn miðar að því að auka skilning nemandans á starfsemi þjóðarbúsins og hreyfiöflum efnahagsþróunar. Innra samhengi í hagkerfinu er skýrt með hjálp efnahagshringrásarinnar og með einföldum líkönum. Fjallað er um markmið hagstjórnunar og helstu hagstjórnartæki. Kynntar eru meginstefnur og straumar sem tengjast hagfræði þjóðarbúsins. Fjallað er um markaðskerfið og nokkur grundvallareinkenni þess. Hegðun fyrirtækja í mismunandi samkeppnisformum er skoðuð og fjallað um áhrif fullkominnar og ófullkominnar samkeppni á velferð neytenda. Komið er inn á kenningar um ytri áhrif og markaðsbresti með áherslu á umhverfisvandamál sem skapast af framleiðslu og neyslu í iðnvæddum samfélögum. Áhersla er lögð á að nemandinn tileinki sér gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.
Þekkingarviðmið
- starfsemi þjóðarbúsins og hreyfiöflum efnahagsþróunar
- innra samhengi í hagkerfinu
- markmiðum hagstjórnunar og helstu hagstjórnartækjum
- meginstefnum og straumum sem tengjast hagfræði þjóðarbúsins
- markaðskerfinu og nokkrum grundvallareinkennum þess
- hegðun fyrirtækja í mismunandi samkeppnisformum og áhrifum fullkominnar og ófullkominnar samkeppni á velferð neytenda
- kenningum um ytri áhrif og markaðsbresti með áherslu á umhverfisvandamál
Leikniviðmið
- setja upp líkön fyrir markaði og reikna út kjörstöður við mismunandi samkeppnisform
- setja upp einfalt haglíkan og reikna út áhrif ýmissa ytri áhrifa s.s. hagstjórnaraðgerða
- skoða efnahagsþróunina í ljósi grundvallarkenninga í þjóðhagfræði
Hæfnisviðmið
- leggja sjálfstætt mat á upplýsingar sem fram koma í umræðu um efnahagsmál
- taka þátt í umræðu um efnahagsmál
- útskýra umhverfisvandamál sem skapast af framleiðslu og neyslu í iðnvæddum samfélögum