JARÐ2JÞ05 - Jarðfræðitengd náttúrufræði
jarðvarmi, kortagerð, útræn öfl, þversnið
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Undirstöðuatriði kortagerðar eru tekin fyrir. Nemandi fær æfingu í að draga hæðarlínur og teikna þversnið. Fjallað er um alheiminn: fjarlægðir, aldur, vetrarbrautir og sólkerfið okkar, samspil jarðar og tungls ásamt mikilvægi jarðmöndulhallans. Uppruna andrúmsloftsins og hafsins eru gerð skil. Innræn öfl eru ígrunduð og þróun landrekskenninga rekin og sérstaða Íslands skoðuð í því ljósi, þ.e. yfirborð stórs möttulstróks þar sem eru að skiljast að tveir stærstu flekar heims. Jarðvarminn, nýting hans og rannsóknir á því hvernig hans er leitað eru kynntar. Farið er í flokkun á yfirborðsbergi og nemendum kynntar algengustu bergtegundir storkubergs. Útrænu öflin með vatnið sem megin verkfæri skoðuð og nemanda kynnt hvernig allt okkar umhverfi er mótað af útrænu öflunum. Að lokum er skoðað hvar hagnýt jarðefni er að finna og hvenær þau mynduðust. Nemandi vinnur sjálfstætt og í hópum að lausn verkefna. Áhersla er lögð á tengingu við umhverfi og reynsluheim nemenda.
Þekkingarviðmið
- sköpunarkenningu nútímans – Mikla hvell
- samspili jarðar, tungls og sólar
- hvernig möndulhalli jarðar orsakar árstíðirnar
- flekakenningunni og mismunandi flekamörkum
- möttulstróknum undir Íslandi og færslu flekanna yfir honum
- megineldstöðvum, móbergsfjöllum og dyngjum
- almennri uppbyggingu Íslands - berglög og millilög
- mótun ytri aflanna á yfirborði jarðar
- hvar og hvers vegna hagnýt jarðefni finnast í ríkum mæli á eða nálægt yfirborði jarðar
Leikniviðmið
- teikna þversnið gegnum landakort með hæðarlínum
- skoða út frá flekakorti jarðar hvaða svæði eru virk og hver ekki
- skoða muninn á dyngju og móbergsstapa
- bera kennsl á helstu bergtegundir storkubergs
- greina í handsýni helstu bergtegundir storkubergs
Hæfnisviðmið
- nýta gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð við lausn verkefna
- afla heimilda, meta þær og nýta í hagnýtum tilgangi
- nýta kort m.a. til að finna breidd og lengd staðar, ákvarða landslag út frá hæðarlínum og kortalyklum
- útskýra hvað veldur muninum á móbergsstapa og dyngju
- sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
- tengja jarðfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
- nýta námsefni og gögn á markvissan hátt