Fara í efni

EFNA2EL05 - Lífræn efnafræði

efnahvörf, flokkun, lífræn efni, nafnakerfi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: EFNA2ME05 eða sambærilegur áfangi
Í áfanganum er farið í grunnatriði lífrænnar efnafræði, þ.e. efnafræði kolefnis. Farið er yfir eðlis- og efnaeiginleika, skautun, byggingu, IUPAC-nafnakerfi og helstu flokka lífrænna efna. Einnig er farið yfir tengi lífrænna sameinda, hendni þeirra og helstu efnahvörf lífrænna efna. Skoðuð eru mettuð og ómettuð kolvetni sem og ýmsar gerðir alkana og aromata. Dregið eru upp samhengi helstu flokka s.s. alkohóla, aldehyda, ketona, lífrænnna sýra og sýruafleiða. Kynning á nitursamböndum, sykrum, fitu og próteinum. Áhersla er lögð á tengingu við umhverfi og reynsluheim nemenda með samræðu.

Þekkingarviðmið

  • lögun, tengjum og svigrúmablöndun lífrænna sameinda
  • áhrifum skautunar og lögunar á eiginleika sameinda
  • helstu reglum IUPAC-nafnakerfisins
  • helstu flokkum lífrænna efna, einkennum þeirra og byggingu
  • helstu efnahvörfum lífrænna efna
  • hendni lífrænna sameinda
  • helstu byggingareinkennum og skilgreiningum sykra, lípíða og próteina

Leikniviðmið

  • nota flokkun og nafnakerfi lífrænna efna
  • teikna mismunandi ísomerur eins og rúmísómerur og byggingarísómerur
  • rita helstu efnahvörf lífrænna efna
  • skoða svigrúmablöndun kolefnis í mismunandi efnasamböndum
  • skoða lögun sameinda og segja til um skautun þeirra
  • teikna byggingaformúlur og skoða eiginleika fjöltengja
  • teikna uppbyggingu lífefna í flokkunum: prótein, sykrur, lípíð
  • miðla upplýsingum til samnemenda

Hæfnisviðmið

  • nýta þekkingu á skautun og lögun til að spá fyrir um eðlis- og efnaeiginleika lífrænna efna
  • meta út frá byggingaformúlu eða nafni hvaða flokki lífrænna efna sameindin tilheyrir
  • rökstyðja út frá byggingaformúlu eða nafni efnahvörf sameindarinnar
  • tengja saman lífræna efnafræði og aðrar náttúrufræðigreinar
  • nýta sér fræðilegan texta og gögn á markvissan hátt
  • útskýra viðfangsefni áfangans
  • taka þátt í rökræðum er lúta að málefnum sem tengjast efnafræði
  • tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?