STÆF1FB03 - Stærðfræðigrunnur 1
brotareikningur, forgangsröð, grunnaðgerðirnar fjórar, prósentur
Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Í áfanganum er lögð megináhersla á grunnatriði í stærðfræði. Nemandinn fæst við útreikninga og stærðfræðileg hugtök sem notuð eru í daglegu lífi. Áhersla verður lögð á að nemandinn tileinki sér aðferðir við lausn verkefna sem henta honum og geti unnið að lausn verkefna með öðrum. Aðalmarkið áfangans er að vekja áhuga nemandans á stærðfræði og hagnýtingu hennar. Lögð er áhersla á að nemandinn fái jákvæða mynd af stærðfræði, getu sinni til að leysa stærðfræðileg viðfangsefni og öðlist aukið sjálfstraust og vilja til að ná markmiðum sínum.
Þekkingarviðmið
- reikniaðgerðum
- forgangsröð reikniaðgerða
- reikniaðgerðum með almennum brotum
- grunnatriðum í prósentureikningi
- mikilvægi einfaldrar stærðfræði í daglegu lífi
Leikniviðmið
- beita reikniaðgerðum við lausn verkefna
- beita forgangsröðun aðgerða í einföldum dæmum
- nota algeng stærðfræðitákn og túlka þau í mæltu máli
- reikna einföld prósentuverkefni
- reikna almenn brot/tugabrot
- eiga samtal við jafningja við úrlausn hópverkefna
- nota reiknivélina við úrlausn einfaldra dæma
Hæfnisviðmið
- vinna skipulega að lausn dæma
- vinna sjálfstætt með aðferðir í stærðfræði
- miðla lausnum sínum
- skilja einfaldar reikniaðgerðir, prósentureikning, brotareikning og forgangsröð aðgerða
- skiptast á skoðunum við lausn fjölbreyttra verkefna
- útskýra einfalda fjölmiðlaumfjöllun þar sem tölur koma við sögu
- skilja áreiðanleika svara