STÆF1BP04 - Stærðfræðigrunnur 2
bókstafareikningur, forgangsröð aðgerða, hlutföll og prósentur, veldi og rætur
Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Forkröfur: Þessi áfangi er ætlaður nemendum sem ekki hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi árangri að mati skólans.
Þrep: 1
Forkröfur: Þessi áfangi er ætlaður nemendum sem ekki hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi árangri að mati skólans.
Í áfanganum er leitast við að nemandinn tileinki sér forgangsröð aðgerða, undirstöðuatriði í bókstafareikningi, einfaldan jöfnureikning, að liða og þátta, vinna með veldi og rætur og reikna hlutföll og prósentur. Áhersla verður lögð á að efla rökhugsun með því að takast á við hagnýt stærðfræðiverkefni sem byggja á raunverulegum dæmum úr lífi nemandans. Aðalmarkið áfangans er að vekja áhuga nemandans á stærðfræði, að hann fái jákvæða mynd af stærðfræði, getu sinni til að leysa stærðfræðileg viðfangsefni og öðlist aukið sjálfstraust og vilja til að ná markmiðum sínum.
Þekkingarviðmið
- forgangsröð reikniaðgerða
- undirstöðu bókstafareiknings, jöfnum, liðun og þáttun
- undirstöðu í velda- og rótareikningi
- hlutföllum og prósentureikningi
- mikilvægi einfaldrar stærðfræði í daglegu lífi
Leikniviðmið
- beita undirstöðu reikniaðgerðum við lausn verkefna
- beita forgangsröðun aðgerða í einföldum dæmum
- skilja og reikna einfaldan bókstafareikning
- leysa einfaldar jöfnur með einni óþekktri stærð
- nota þáttun og liðun
- nota velda og rótareglur við úrlausnir dæma
- reikna hlutfalla- og prósentuverkefni
- beita sjálfstæðum vinnubrögðum
- eiga samtal við jafningja um úrlausn verkefna
- nota reiknivélina við úrlausn dæma
Hæfnisviðmið
- vinna skipulega að lausn dæma
- vinna sjálfstætt með aðferðir í stærðfræði
- miðla lausnum sínum
- skilja forgangsröð aðgerða, bókstafareikning, jöfnur, liðun og þáttun, veldi og rætur, hlutföll og prósentur
- skiptast á skoðunum við lausn fjölbreyttra verkefna
- skilja áreiðanleika svara
- nýta reikniaðgerðir til að reikna hagnýt verkefni