Fara í efni

STÆF2AM05 - Algebra, margliður og jöfnur

algebra, jöfnur, margliður

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Að hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi hætti að mati skólans.
Viðfangsefni áfangans eru mengi, rauntalnakerfið, rétthyrnt hnitakerfi, margliður, jafna línu, jafna fleygboga, lausnir annars stigs jafna og lausnir ójafna, algildir og algildisjöfnur, velda- og rótarreikiningur. Í áfanganum er lagður grunnur að skipulögðum vinnubrögðum, röksemdafærslu og nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna í stærðfræði.

Þekkingarviðmið

  • mengjum náttúrulegra talna, heilla talna, ræðra talna og rauntalna
  • skráningu stakra talna og bila á talnalínu
  • frumtölum og þáttun, almennum brotum og tugabrotum
  • algebru, þáttun og liðun, algebru brotum
  • rótareikningi og veldareikningi með heilum og ræðum veldisvísum
  • rétthyrndu hnitakerfi og gröfum falla
  • margliðum, formerkjum og stigi þeirra og helstu reikniaðgerðum
  • fleygbogum, jöfnu fleygboga og lausnum annars stigs jafna
  • algildum og helstu eiginleikum þeirra

Leikniviðmið

  • vinna á nákvæman og skipulagðan hátt með tölur og táknmál stærðfræðinnar
  • skrá talnamengi s.s. lausnamengi jafna og ójafna og tákna þau á talnalínu eða á táknmáli stærðfræðinnar
  • vinna með almenn brot og tugabrot sem og að liða og þátta algebrustærðir
  • beita velda- og rótareglum til þess að einfalda veldastæður og rætur
  • leysa annars stigs jöfnur af ýmsum gerðum
  • teikna fleygboga og vinna bæði skriflega og myndrænt með eiginleika hans s.s. topppunkt, samhverfuás og skurðpunkta við ása hnitakerfis
  • beita grunnreikniaðgerðum á margliður og að finna núllstöðvar og formerki margliða með heiltölustuðlum
  • nota algildi til að finna fjarlægð milli puntka á talnalínu og leysa einfaldar jöfnur og ójöfnur með tölugildum

Hæfnisviðmið

  • setja margs konar verkefni upp með táknmáli stærðfræðinnar og leysa þau
  • beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna og rökstyðja aðferðir sínar
  • skrá lausnir sínar skipulega og skiptast á skoðunum um þær við aðra
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu
  • vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
  • beita frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?