STÆF2TE05(AV) - Hagnýt algebra og rúmfræði
algebra, rúmfræði, tugveldi, veldareikningur
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Að hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi hætti að mati skólans.
Þrep: 2
Forkröfur: Að hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi hætti að mati skólans.
Í áfanganum er lögð áhersla á skilning á; tölum, talnamengjum, fallhugtakinu og hagnýtingu þess, færni í algebru, notkun velda- og vaxtareiknings, tugveldarithætti og Evklíðskri rúmfræði. Kynnt er hvernig nota má föll til að leysa hagnýt verkefni og færa fyrirbrigði á sviði viðskipta-, náttúru- og samfélagsfræði í stærðfræðilegan búning. Nemandinn beitir þekkingu sinni við lausn flóknari dæma en áður. Lögð er áhersla á að nemandinn þjálfist í skipulögðum vinnubrögðum, nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna og röksemdarfærslu.
Þekkingarviðmið
- algengum reiknireglum
- deilanleika út frá frumþáttun
- veldareglum, venslum velda og róta
- fyrsta og annars stigs jöfnum og ójöfnum
- hugtökum Evklíðskrar rúmfræði
- hlutföllum lengda, flatarmála og rúmmála
- margliðum, fleygboga og hornaföllum
- vaxtareikningi og flóknari prósentureikningi
Leikniviðmið
- setja viðfangsefni fram á táknmáli stærðfræðinnar og túlka niðurstöður
- frumþátta, rita tölur með tugveldarithætti og beita velda- og rótareglum
- leysa annars stig jöfnur og algebrubrot
- beita Evklíðskri rúmfræði og vinna með hnitakerfi í sléttum fleti
- nota vísindavasareikna við lausn dæma og þrauta
Hæfnisviðmið
- rökræða um stærðfræðileg viðfangsefni við aðra
- setja úrlausnir sínar fram skriflega á skiljanlegan og snyrtilegan hátt
- þýða margs konar verkefni á stærðfræðimál og setja þau upp sem jöfnu eða annað stærðfræðilegt viðfangsefni
- meta hvort svör eru raunhæf
- skilja merkingu helstu stærðfræðitákna og hugtaka í námsefninu
- vinna sjálfstætt með aðferðir í stærðfræði