FÉLA2AR05 - Kenningar og rannsóknaraðferðir
aðferðafræði rannsókna í félagsfræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: FÉLA2FA05 eða sambærilegur áfangi
Þrep: 2
Forkröfur: FÉLA2FA05 eða sambærilegur áfangi
Í áfanganum er fjallað um helstu kenningar og rannsóknaraðferðir greinarinnar. Tengsl einstaklinga og samfélags eru skoðuð og greind í ljósi ólíkra kenninga. Í áfanganum er farið vítt og breitt yfir svið félagsfræðinnar og nemendur fá þjálfun í að beita félagsfræðilegu innsæi. Bornar verða saman eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir og tengsl þeirra við kenningar. Nemendur fá þjálfun í að beita rannsóknaraðferðum og fylgja vísindalegu rannsóknarferli.
Áhersla er lögð á að nemandinn öðlist dýpri skilning á hugtökum en áður, setji þau í fræðilegt samhengi og tengi við umhverfi og reynsluheim sinn. Nemandinn er þjálfaður í að beita sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum.
Þekkingarviðmið
- sjónarhornum félagsfræðinnar
- samskipta-, samvirkni- og átakakenningum
- megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum
- helstu hugtökum aðferðafræðinnar
Leikniviðmið
- tengja saman rannsóknarniðurstöður og kenningar
- beita kenningum og hugtökum á mismunandi viðfangsefni
- beita rannsóknaraðferðum á mismunandi viðfangsefni
- taka fræðilega afstöðu til samfélagslegra álitamála
Hæfnisviðmið
- sjá félagsleg efni út frá mismunandi sjónarhornum félagsfræðinnar
- leggja mat á rannsóknir í félagsvísindum
- leggja mat á hvaða rannsóknaraðferðir henta best
- meta eigið vinnuframlag
- setja fram þekkingu sína í ræðu og riti