SAGA3AM05 - Miðausturlandasaga
alþjóðlegt samhengi, kynjahlutverk og íslam, ríki Miðausturlanda
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: SAGA2SÍ05 eða sambærilegur áfangi
Þrep: 3
Forkröfur: SAGA2SÍ05 eða sambærilegur áfangi
Fjallað er um tilurð ríkja í Miðausturlöndum eftir fyrri heimsstyrjöld og aðkomu Evrópuríkja og Bandaríkjanna að málefnum þessa heimshluta. Þá er fjallað um íslam, upphaf, þróun og sögu þessara trúarbragða og samspil við stjórnmál í gegnum tíðina. Þá verða kannaðar orsakir fyrir deilum Ísraela og Palestínuaraba og ljósi varpað á stöðuna eins og hún blasir við nú um stundir. Staða kvenna í Miðausturlöndum verður sérstaklega skoðuð og jafnframt hugað að málefnum múslimskra kvenna í Evrópu í dag. Þá verða kannaðar ástæður fyrir uppgangi ýmissa “herskárra” hópa í Miðausturlöndum og hugað að fyrirbærinu ”íslamsvæðing” í Evrópu og víðar. Þá verða skoðaðar helstu ástæður fyrir árásunum á Bandaríkin 11. september 2001 og svar þeirra við þeim. Að lokum verður fjallað um stöðu Bandaríkjanna í alþjóðastjórnmálum í dag. Áhersla á að tengja námsefnið reynsluheimi nemanda, auka víðsýni hans, rökhugsun og sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Þekkingarviðmið
- tilurð og orsökum fyrir uppskiptingu Miðausturlanda eftir fyrri heimsstyrjöld
- samspili trúar og stjórnmála í þessum heimshluta
- helstu átökum þessa heimshluta á 20. öld til nútímans, m.a. deilu Ísraela og Palestínuaraba
- hinum ýmsu hópum og samtökum sem á Vesturlöndum eru skilgreindir sem “öfgasamtök” og/eða “hryðjuverkasamtök”
- helstu vandamálum sem við er að glíma varðandi innflytjendur í Evrópu, einkum frá hinum íslamska heimi
- mismunandi stöðu kvenna í hinum íslamska heimi
- stöðu Bandaríkjanna í alþjóðlegu samhengi og viðbrögð þeirra við hryðjuverkaárásum 11. sept. 2001
Leikniviðmið
- greina orsakir fyrir átökum í Miðausturlöndum
- nota fræðileg vinnubrögð við þekkingaröflun sína
- nota fjölbreyttar aðferðir til að miðla þekkingu sinni á efni áfangans
- meta átök í þessum heimshluta út frá eigin forsendum og skilningi
- lesa fræðilega texta á íslensku og ensku og túlka merkingu þeirra
Hæfnisviðmið
- útskýra orsakir átaka í Miðausturlöndum
- skilja betur aðstæður fólks í þessum heimshluta í dag og átta sig á tengslum fortíðar við nútímann
- útskýra árekstra sem orsakast af ólíkri menningu
- miðla sögulegum álitaefnum á skýran hátt í ræðu og riti
- taka þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um þau álitaefni sem tekin eru fyrir í áfanganum
- nýta sér upplýsingatækni í þekkingarleit og miðlun þekkingar á gagnrýninn og skapandi hátt
- beita gagnrýninni hugsun á viðfangsefni sögunnar