FÉLA3KJ05 - Kynjafræði
Kynja– og jafnréttisfræðsla, samfélagsrýni
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ÍSLE2HS05 og 5 einingar í félagsfræði eða sambærilegir áfangar
Þrep: 3
Forkröfur: ÍSLE2HS05 og 5 einingar í félagsfræði eða sambærilegir áfangar
Í áfanganum er fjallað um sögu jafnréttisbaráttu á Íslandi og stöðu jafnréttismála í dag; karl– og kvenmennsku, fjölmiðla, klámvæðingu, kynbundið ofbeldi, stjórnmál og margt fleira. Ýmsar birtingarmyndir kynjakerfisins skoðaðar og greindar. Lögð er áhersla á umræður og lýðræðislega nálgun í kennslunni, nemendur eru hvattir til að temja sér gagnrýna hugsun, vera virkir og hafa áhrif á efnisþætti áfangans.
Áfanginn byggir á virkni og þátttöku nemenda þar sem reynir á sjálfskoðun, greiningu á umhverfi sínu og umræðum um eigin viðhorf og annarra.
Þekkingarviðmið
- helstu hugtökum jafnréttismála
- birtingarmyndum kynjaskekkju í nærsamfélagi
- birtingarmyndum kynjaskekkju út frá alþjóðlegu sjónarhorni
- sögu jafnréttisbaráttunnar og áfangasigrum
- stöðu karla og kvenna í íslensku samfélagi fyrr og nú
Leikniviðmið
- taka þátt í umræðum um algeng álitamál sem tilheyra kynjafræðinni
- mynda sér skoðun á algengum álitamálum sem tilheyra kynjafræðinni
- rýna í menningu og átta sig á stöðu kynjanna eins og hún birtist þar
- meta jafnrétti út frá menningarlegum gildum samfélagsins
Hæfnisviðmið
- útskýra skoðanir sínar m.t.t. kenninga kynjafræðinnar og hugtaka
- fjalla um samfélagið út frá sjónarhorni kyns og kynferðis með gagnrýnum augum og tengja hugmyndir kynjafræðinnar við eigin veruleika
- skilja helstu orsakir kynjaskekkjunnar samkvæmt hugmyndum kynjafræðinnar
- tengja menningu, gildi og verðmæti samfélagsins við eigið líf
- ígrunda viðhorf sín
- setja sig í spor annarra
- dýpka skilning sinn á samfélaginu sem hann býr í