Fara í efni

FÉLA3ML05 - Mannréttindi og lýðræði

upphaf og þróun lýðræðis- og mannréttindahugmynda

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Að hafa lokið 10 einingum í samfélagsgreinum eða sambærilegum greinum
Fjallað er um mannréttindi og lýðræði að fornu og nýju. Sagan er rakin í grófum dráttum frá klassískri fornöld til nútímans með áherslu á mannréttindabaráttu síðustu alda. Mannnréttindabarátta 20. aldar verður könnuð sérstaklega og má þar nefna stofnun Sameinuðu þjóðanna og samþykkt mannréttindayfirlýsingarinnar. Þá verða mannréttindi sem birtast m.a. í stjórnarskrá Íslands skoðuð m.t.t. umræðu í nútímanum um mannréttindi og meint brot á þeim gagnvart ýmsum hópum og einstaklingum á Íslandi. Gerð verður grein fyrir alþjóðlegum mannréttindasamningum og sáttmálum sem Ísland á aðild að og ljósi varpað á orðræðu nútímans um mannréttindi og skort á þeim bæði hér á landi og vítt og breitt um heiminn. Áhersla á að tengja námsefnið reynsluheimi nemanda, auka víðsýni hans og rökhugsun og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Nemandinn þjálfast í heimildavinnu- og rýni af ýmsu tagi.

Þekkingarviðmið

  • grundvallarhugtökum eins og náttúrurétti, borgararétti, lýðræði, þegnskyldu og samfélagsvitund
  • upphafi og þróun lýðræðis- og mannréttindahugmynda meðal fornþjóða
  • tengslum mannréttinda nútímans við hugmyndir upplýsingaaldar
  • helstu manréttindafrömuðum síðustu áratuga, baráttu þeirra og áhrifum
  • helstu mannréttindasáttmálum sem Ísland á aðild að
  • orðræðu samtímans um mannréttindi og lýðræði vítt og breitt um heiminn

Leikniviðmið

  • lesa fræðilega texta á íslensku og ensku um efni áfangans
  • nota veraldarvefinn og bókasafn til að afla sér dýpri fræðilegrar þekkingar á ýmsum efnisþáttum áfangans
  • ræða og rita um lýðræðis- og mannréttindamál af víðsýni og kunnáttu
  • beita sjálfstæðum vinnubrögðum við öflun heimilda og úrvinnslu þeirra
  • miðla þekkingu sinni um efni áfangans til annrarra með fjölbreyttum hætti

Hæfnisviðmið

  • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi
  • taka þátt í rökræðum og skoðanaskiptum við aðra um samfélagsleg málefni af fordómaleysi og víðsýni
  • skilja betur samfélag sitt og geta sett sig í spor annarra sem búa við lakari kjör
  • sýna þroskaða siðferðisvitund og virðingu í samskiptum við aðra og gagnvart samfélaginu
  • beita gagnrýninni hugsun á samfélagsleg álitaefni
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?