Fara í efni

SPÆN1RS05 - Lokaáfangi í spænsku

hlustun, lestur, ritun, tal (A1)

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: SPÆN1HT05 eða sambærilegur áfangi
Lokaáfangi þar sem virki orðaforðinn er notaður markvisst í tjáningu og aukið við hann. Haldið er áfram að vinna með framburð, skilning og tjáningu, þar sem tal, hlustun og ritun verða umfangsmeiri og flóknari. Enn meiri áhersla verður lögð á að tjá sig skriflega og munnlega um ýmis efni með hagnýtum orðaforða. Nemandinn öðlast dýpri þekkingu á tungumálinu og ýmsum afbrigðum þess. Nemandanum er gert að tileinka sér nýjan orðaforða sem nýtist í að tjá sig, eiga samtöl og vera sjálfbjarga við sérstakar aðstæður. Saga spænskumælandi landa skoðuð með sérstöku tilliti til lýðræðis og mannréttinda. Auknar kröfur um eigin ábyrgð á náminu og sjálfstæð vinnubrögð eru meðal lykilþátta áfangans. Nemandanum er kennt að nýta sér upplýsingatækni og önnur hjálpargögn í náminu.

Þekkingarviðmið

  • málkerfinu og réttri notkun þess
  • orðaforða sem hæfir hæfniviðmiðum áfangans
  • tungumálinu og ýmsum afbrigðum þess, t.d. daglegu máli og mállýskum
  • sögu og venjum í þeim löndum þar sem tungumálið er talað

Leikniviðmið

  • tjá sig skriflega og munnlega um ýmis efni t.d. úr fjölmiðlum
  • lesa texta um efni sem hann þekkir og tileinka sér ný orð í textanum
  • segja einfalda sögu og lýsa liðnum atburðum og reynslu í stuttu máli
  • skilja fyrirmæli, kveðjur og kurteisisávörp
  • skrifa stutta texta í nútíð, framtíð og liðinni tíð
  • skilja tölur og tímasetningar
  • beita tungumálinu í ræðu og riti
  • nota ýmiss hjálpargögn þegar unnið er með tungumálið

Hæfnisviðmið

  • skilja talað mál um kunnugleg og ný efni
  • skilja meginatriði texta
  • nýta viðeigandi mál- og samskiptavenjur við mismunandi aðstæður
  • vera sjálfbjarga við sérstakar aðstæður
  • miðla eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu
  • spyrja og svara einföldum spurningum
  • segja frá daglegum athöfnum
  • velja námsaðferðir við hæfi
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?