Fara í efni

ÞÝSK1RL05 - Grunnáfangi í þýsku

hlustun, lestur, ritun, tal (A1)

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Byrjunaráfangi þar sem megináhersla er lögð á að nemandinn tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemandinn er markvisst þjálfaður í lesskilningi á hagnýtum orðaforða til að geta lesið og skilið texta um kunnugleg efni. Við þessa þjálfun í lesskilningi eru fléttaðar æfingar í samskiptaþáttunum tali, hlustun og ritun, allt með það að markmiði að nemandi verði sjálfbjarga við sérstakar aðstæður. Áhersla er lögð á réttan framburð, markvissa og reglulega uppbyggingu orðaforða og grunnatriði málnotkunar. Menning þýskumælandi landa er fléttuð inn í áfangann. Gagnkvæm virðing og umhyggja er höfð að leiðarljósi. Áfanginn krefst þess að nemandinn geri sér grein fyrir eigin ábyrgð á náminu og sýni sjálfstæð vinnubrögð og er nemendum kennt að nota upplýsingatækni og önnur hjálpargögn í áfanganum.

Þekkingarviðmið

  • grundvallaratriðum málkerfisins
  • almennum orðaforða sem hæfir hæfniviðmiðum áfangans
  • tungumálinu og útbreiðslu þess
  • mannlífi, menningu og siðum í þeim löndum þar sem tungumálið er talað

Leikniviðmið

  • tjá sig skriflega og munnlega um það sem tengist honum náið
  • lesa texta um efni sem hann þekkir og tileinka sér ný orð í textanum
  • skilja einföld fyrirmæli og helstu kveðjur og kurteisisávörp
  • skilja einföld samtöl
  • skilja þegar talað er um tölur og tímasetningar
  • nota upplýsingatækni og önnur hjálpargögn í tungumálanámi
  • bjarga sér við sérstakar aðstæður

Hæfnisviðmið

  • gera sig skiljanlegan um einföld atriði
  • vera sjálfbjarga við sérstakar aðstæður
  • spyrja til vegar
  • spyrja og svara einföldum spurningum
  • segja frá daglegum athöfnum
  • auka meðvitund um eigin leiðir til að tileinka sér tungumálið
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?