Fara í efni

DANS1TO05 - Danskur grunnur 3

lestur, málfræði, orðaforði, tjáning

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Fara eftir inntökuskilyrðum skólans hverju sinni
Í áfanganum er lögð áhersla á lestur fjölbreyttra texta til að auka lesskilning og orðaforða. Auk þess er hlustun og tal nemenda þjálfað svo þeir geti tjáð sig skriflega og munnlega um undirbúið efni. Farið er yfir undirstöðuatriði danskrar málfræði og algengustu framburðareglur. Nemandinn vinnur ýmist sjálfstætt eða í hóp að fjölbreyttum og skapandi verkefnum. Nemandinn fær þjálfun í að nota hjálpargögn og kennsluforrit í námi sínu. Dönsk menning er kynnt með það að markmiði að vekja áhuga á henni.

Þekkingarviðmið

  • almennum orðaforða sem tengist efni áfangans
  • grundvallarþáttum málfræðinnar
  • helstu einkennum danskrar tungu í framburði og rituðu máli
  • notkun hjálpargagna s.s. orðabóka og leiðréttingarforrita
  • danska menningarsvæðinu og hvernig danska nýtist á norræna menningarsvæðinu

Leikniviðmið

  • lesa ýmiss konar texta um kunnugleg efni
  • skilja talað mál um kunnugleg efni
  • segja frá með því að beita orðaforða, framburði og áherslum
  • skrifa einfaldan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og nota viðeigandi málfar
  • fara eftir grundvallarreglum sem gilda um ritað mál
  • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi

Hæfnisviðmið

  • tileinka sér aðalatriðin í styttri textum og nýta á mismunandi hátt
  • nýta grundvallaratriði danskrar málfræði í ritun og tali
  • afla sér upplýsinga á fjölbreyttan hátt um mismunandi málefni
  • skilja og tjá sig um almenn málefni og málefni sem hann þekkir vel, á skiljanlegri dönsku
  • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
  • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?