DANS2OM05 - Danska fyrir sjálfstæðan notanda 1
menning, málfræði, orðaforði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Að hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi árangri að mati skólans.
Þrep: 2
Forkröfur: Að hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi árangri að mati skólans.
Í áfanganum er lögð áhersla á lestur texta, ritun, skilning á töluðu máli og munnlega tjáningu. Einnig er lögð áhersla á að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Farið verður í flóknari atriði en áður í danskri málfræði. Dönsk menning er kynnt með það að markmiði að vekja áhuga á henni. Nemandinn vinnur sjálfstætt og í hóp að viðameiri verkefnum í formi kynninga og ritunarverkefna. Lögð er áhersla á að nemandinn beri ábyrgð á eigin námsframvindu og sé meðvitaður um mismunandi aðferðir og hjálpargögn til að tileinka sér tungumál.
Þekkingarviðmið
- mismunandi lestraraðferðum eftir tilgangi lesturs
- almennum málfræðireglum
- helstu menningarsvæðum þar sem danska er töluð
- dönsku þjóðlífi og menningu og hvernig danskan opnar aðgang að norræna menningarsvæðinu
- helstu hjálpargögnum, orðabókum, þýðingarvélum, uppsláttarritum og kennsluforritum
Leikniviðmið
- lesa fjölbreytta texta um ólík efni
- beita lestraraðferðum sem henta hverju sinni
- beita meginreglum danskrar málfræði, hljóðfræði og setningafræði í ræðu og riti
- skilja talað mál og algengustu orðasambönd
- tjá sig skýrt í ræðu og riti um málefni sem hann hefur kynnt sér
- nota orðabækur og viðeigandi hjálpargögn
Hæfnisviðmið
- skilja inntak ritmáls um almenn og sérhæfð efni sem hann þekkir til eða hefur áhuga á
- skilja talað mál í samtali og í fjölmiðlum
- verða sjálfbjarga í upplýsingaöflun
- leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
- auka meðvitund um eigin færni í tungumálinu og eigin leiðir til að tileinka sér málið