NÁLÆ1UN05 - Almenn náttúrfræði
auðlindir, nýting, umgengni, umhverfi
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandi auki þekkingu og skilning á umhverfi sínu, áhrifum mannsins á náttúruna og sjálfbærni í nútíma þjóðfélagi ásamt því að verða meðvitaðri um órjúfanleg tengsl einstaklings og náttúru. Nemandinn kynnist helstu atriðum og hugtökum náttúruvísindagreina, hvernig þau tengjast daglegu lífi og þjálfast í að nýta sér upplýsingar. Nemandinn gerir sér grein fyrir mikilvægi auðlinda og þroskar með sér vitund um landnýtingu, nýtingu sjávar og umhverfisvæna orkuöflun. Áhersla er lögð á að vekja áhuga, efla þekkingu og ábyrgðarkennd nemandans gagnvart náttúrunni. Um er að ræða verkefnabundið nám með áherslu á samvinnu og frumkvæði og nemandinn rannsakar viðfangsefni áfangans hverju sinni á gagnrýninn og skapandi hátt.
Þekkingarviðmið
- nánasta umhverfi sínu
- áhrifum mannsins á náttúruna
- helstu hugtökum náttúruvísinda
- mikilvægi sjálfbærni í samfélagi sínu
- auðlindanýtingu og umhverfisvænni orkuöflun
Leikniviðmið
- lesa og skilja texta, myndrit og kort af ýmsu tagi
- afla sér upplýsinga um umhverfi sitt
- meta upplýsingar á gagnrýninn hátt
- nota hugtök náttúruvísinda í daglegu lífi og framkvæma einfaldar tilraunir
- miðla upplýsingum og skoðunum í ræðu og riti
- skilja samspil manns og náttúru
Hæfnisviðmið
- miðla hæfni sinni á skapandi hátt
- bera virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra
- vera virkur og ábyrgur þátttakandi í lýðræðissamfélagi
- vera meðvitaður um margvíslegar auðlindir náttúrunnar
- skilja hvernig vistkerfi jarðar setur manninum takmarkanir
- meta gildi upplýsinga um umhverfi og náttúru á gagnrýninn hátt
- bera virðingu fyrir umhverfi sínu og náttúru
- nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit
- þekkja stöðu Íslands í umhverfismálum