LÍOL2IL05 - Líffæra og lífeðlisfræði B
innri líffæri
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: LÍOL2SS05
Þrep: 2
Forkröfur: LÍOL2SS05
Markmið áfangans er að nemendur öðlist þá grundvallarþekkingu og skilning á byggingu og starfsemi mannslíkamans, sem er nauðsynleg fyrir frekara nám og störf á heilbrigðissviði. Farið er í byggingu og starfsemi hringrásarkerfis: blóð, hjarta, blóðæðar, blóðþrýstingur og stjórnun hans; vessakerfis: vessalíffæri, varnir, ónæmi; öndunarkerfis: öndunarvegur, lungu, öndunarhreyfingar, loftskipti, stjórnun öndunar; meltingarkerfis: aðal- og aukalíffæri meltingar, melting og stjórnun hennar; þvagkerfis: nýru, þvagblaðra, þvagpípur, þvagrás, þvagmyndun; æxlunarkerfis: innri og ytri kynfæri, myndun kynfrumna, kynhormón, tíðahringur. Auk þess er farið í grundvallaratriði fósturþroska. Fjallað er um hvernig starfsemi allra líffærakerfanna tengist innbyrðis og hvernig hún viðheldur innri stöðugleika líkamans. Öll líffærafræðileg umfjöllun gengur út frá latneskri nafngiftafræði.
Þekkingarviðmið
- ytri og innri gerð líffæra þeirra líffærakerfa sem fjallað er um og latnesk heiti þar að lútandi
- starfsemi þeirra líffærakerfa sem farið er yfir
- hvernig starfsemi líffærakerfanna tengist innbyrðis og viðheldur innri stöðugleika líkamans
Leikniviðmið
- nota latnesk heiti við að lýsa afstöðu líffæra og líffærahluta
- tengja byggingu líffæra- og líffærahluta við starfsemi þeirra
- tengja í heild starfsemi líffærakerfanna
- rekja og útskýra flókin lífeðlisfræðileg ferli
- dýpka þekkingu sína í faginu með fjölbreyttri heimildavinnu
- vinna sjálfstæð kynningarverkefni
Hæfnisviðmið
- nýta þekkingu sína og leikni í líffæra- og lífeðlisfræði í öðrum námsgreinum og starfi
- greina á milli heilbrigðrar líkamsstarfsemi og frávika frá henni
- taka þátt í faglegri umræðu er varðar líffæra- og lífeðlisfræði
- meta trúverðugleika töfralausna um bætta heilsu
- bera ábyrgð á eigin heilsu