Fara í efni

MYNL3MÁ07(AV) - Málverk

myndbygging, málverk, sköpunarferli

Einingafjöldi: 7
Þrep: 3
Forkröfur: MYNL3TS10
Nemandinn vinnur málverk með akríllitum. Hann leggur megináherslu á sköpunarferlið, frá eigin hugmynd að lokaniðurstöðu. Hann byggir upp rökrænt þróunarferli sem leið til markvissrar listrænnar niðurstöðu. Nemandinn vinnur rannsóknar- og tilraunavinnu þar sem engin leið er sjálfgefin. Myndefni er sótt í umhverfið og nemandinn vinnur á persónulegan hátt með sjónarhorn, myndmál, myndbygginu, form og lit. Nemandinn skoðar sköpunarferli nokkurra listamanna og kynnir sér málverk og önnur verk sem tengjast hugmyndum nemandans og áhugasviði og hann notar sem innblástur ásamt öðru. Nemandinn ígrundar og ræðir um verk sín og vinnuferli á öllum vinnslustigum í samvinnu við kennara og aðra nemendur.

Þekkingarviðmið

  • þróunarferlinu frá hugmynd að málverki
  • mikilvægi rannsóknar- og tilraunavinnu í vinnuferlinu
  • mismunandi málunartækni
  • nokkrum listmálurum í sögu og nútíma eða öðrum listamönnum sem tengjast eigin hugmynd

Leikniviðmið

  • nota mismunandi leiðir til að túlka myndefni sitt
  • tengja formræna framsetningu við inntak verka sinna
  • vinna eftir rökrænu ferli þar sem eitt vinnslustig tekur við af öðru
  • sýna persónulega afstöðu í vali myndefnis og úrvinnslu
  • leita sér heimilda og skoða listamenn í tengslum við vinnu sína
  • meðhöndla efni og áhöld sem notuð eru við gerð málverka
  • vinna agað og sjálfstætt og sýna frumkvæði

Hæfnisviðmið

  • nýta umhverfi sitt í leit að hugmyndum og myndefni
  • þróa eigin hugmynd með rannsóknar- og tilraunavinnu í málverk
  • rökstyðja niðurstöður sínar með tilliti til faglegrar þekkingar
  • fjalla um ólíkar aðferðir við vinnslu málverka
  • nýta verk annarra listamanna sem innblástur fyrir eigin verk
  • fjalla um eigin verk og annarra á upplýstan og greinagóðan hátt og gera grein fyrir forsendum álits síns
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?