LISA3NÚ05 - Samtímalistasaga
myndlist nútímans, stefnur, straumar
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: LISA2RA05
Þrep: 3
Forkröfur: LISA2RA05
Í áfanganum er fjallað um listasögu vesturlanda frá Popplist til dagsins í dag og forsendur sjónlista kannaðar. Horft verður til helstu liststefna, -strauma og -hreyfinga sem mótað hafa tímabilið og hafa að mörgu leyti kollvarpað fyrri hugmyndum okkar um eðli og hlutverk listarinnar. Fjallað verður um ýmsar byltingarkenndar hugmyndir sem fram hafa komið um listina, jafnt sem tilkomu nýrra miðla og aðferða, allt frá umhverfislist, innsetningum og gjörningum, til ljósmyndunar, videólistar og margmiðlunar, auk þess að skoða áhrif þeirra á þróun hefðbundnari miðla. Rýnt verður í fjölþætt efnistök, tækni og aðferðir samtíma-myndlistar, þar sem verk einstaka listamanna verða sett í samhengi við þær menningar-, heimspekilegu- og sögulegu forsendur er liggja þeim til grundvallar.
Þekkingarviðmið
- helstu stílbrigðum og hreyfingum sjónlista frá Popplist til dagsins í dag
- hvernig samfélagsgerð og tíðarandi hefur áhrif á hugmyndir, viðfangsefni og vinnuaðferðir myndlistarmanna
- verkum leiðandi myndlistamanna á tímabilinu og hugmyndum þeirra
- þeim fjölbreytileika í listsköpun sem einkennir tímabilið
- nýjum miðlum sem listamenn nota
- tengslum heimspeki og myndlistar
Leikniviðmið
- vinna á skapandi hátt í einstaklings- og hópverkefnum áfangans og sýna frumkvæði
- taka þátt í samræðum í kennslustundum
- greina, túlka og setja í sögulegt samhengi verk og hugmyndir listamanna samtímans
- lesa myndmál samtímalistarinnar og njóta verka samtímalistamanna
Hæfnisviðmið
- taka þátt í gagnrýninni og greinandi umræðu um samtímalist með vísun í hugmyndir, kenningar, hugtök og verk listamanna tímabilsins
- miðla hugmyndum samtímalistamanna á fræðilegan og listrænan hátt
- ígrunda og rökstyðja mál sitt
- greina, tjá sig um og meta eigin verkefni og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
- vinna að eigin verkum með tilfinningu og virðingu fyrir sögulegu samhengi
- afla sér þekkingar og heimilda um viðfangsefni sín eftir margvíslegum leiðum
- setja fram og kynna niðurstöður sínar á fjölbreyttan, skilmerkilegan,áhugaverðan og gagnrýninn hátt