SAGA3UT05 - Trúarbragðasaga
eðli og þróun trúarbragða, trúarlíf á Íslandi, uppruni
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: SAGA2SÍ05 eða sambærilegur áfangi
Þrep: 3
Forkröfur: SAGA2SÍ05 eða sambærilegur áfangi
Fjallað um trúarbrögð í víðu samhengi. Reynt verður að grafst fyrir um tilurð, sögu og þróun hinna ýmsu trúarbragða, könnuð verður sérstaða þeirra og tengsl við önnur trúarbrögð. Skoðað verður hvernig trúarbrögðin móta lifnaðarhætti, siði, venjur, gildismat, hugsunarhátt og heimsmynd fólks í ýmsum menningarsamfélögum. Mest verður fjallað um sögu og einkenni eingyðistrúarbragðanna gyðingdóms, kristni og íslam. Fjallað verður um tengsl þessara trúarbragða og stöðu þeirra í nútímanum. Þá verður nokkur áhersla lögð á að kanna fjölbreytt trúarlíf Íslendinga nú á tímum. Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í notkun heimilda og lestri fræðilegra texta, gagnrýninni hugsun og sjálfstæðum vinnubrögðum.
Þekkingarviðmið
- meginlínum í trúarbrögðum mannkyns, skiptingu jarðarbúa eftir trúarbrögðum og helstu tölfræðilegu staðreyndum varðandi efnið
- uppruna, eðli og þróun nokkurra fjölgyðistrúarbragða
- uppruna og þróun eingyðistrúarbragðanna gyðingdóms, kristni og íslam
- þrískiptingu kristninnar í kaþólsku kirkjuna, rétttrúnaðakirkjuna og mótmælendakirkjudeildir og ástæðum fyrir skiptingu og mismun
- klofningi innan íslams, ástæðum hans og áhrifum á nútímann
Leikniviðmið
- beita gagnrýninni hugsun og forðast algengar rökvillur
- lesa fræðilega texta og túlka merkingu þeirra
- beita öguðum, faglegum og siðferðilega réttmætum vinnubrögðum
- ræða og rita um trúmál af þekkingu og fordómaleysi
- greina siðferðileg álitamál
- miðla þekkingu sinni til annarra á fjölbreyttan hátt
- nota heimildir á gagnrýninn hátt
Hæfnisviðmið
- útskýra þróunarlínur helstu trúarbragða, einkenni þeirra, mismun og innbyrðis tengsl
- taka þátt í umræðum um trúmál af þekkingu og fordómaleysi
- meta gildi frétta, heimildamynda og annars efnis um trúmál með gagnrýnu hugarfari og af þekkingu og víðsýni
- nýta heimildir og rannsóknargögn við lausn verkefna
- átta sig á innbyrðis tengslum og líkindum á milli fjölgyðistrúarbragða
- nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt
- skilji innbyrðis tengsl og skyldleika eingyðistrúarbragðanna og þau atriði sem eru ólík, t.d. varðandi helgihald og afstöðu þeirra til spámanna