Fara í efni

LÍFS1LM05 - Lífsleikni með áherslu á lýðræði og mannréttindi

Lýðræði og mannréttindi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Áhersla er á lýðræði og mannréttindi og aðstæður og umhverfi ungs fólks skoðað í fjölbreyttu samhengi. Nemandinn er hvattur til að velta fyrir sér hugtakinu lýðræði og taka afstöðu til siðferðilegra álitamála, s.s. mannréttinda, samábyrgðar, meðvitundar og virkni borgara við að móta samfélag sitt og hafa áhrif á það.

Þekkingarviðmið

  • hugtökunum lýðræði og mannréttindi
  • mikilvægi sjálfstæðis og sjálfsábyrgðar í lýðræðissamfélagi
  • að allir hafa hæfileika og þroskamöguleika
  • að í lýðræðisríki þurfa borgarar að búa við mannréttindi og komast að samkomulagi
  • fjölbreytileika
  • eigin tilfinningum og skoðunum

Leikniviðmið

  • beita gagnrýninni hugsun
  • virða skoðanir annarra
  • taka þátt í umræðum
  • láta skoðanir sínar í ljós

Hæfnisviðmið

  • skilja þá hugsun sem felst í hugtökunum lýðræði og mannréttindi
  • spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
  • átta sig á tengingu á milli réttinda og skyldna
  • átta sig á fjölbreytileika samfélagsins og mismunandi menningarheimum
  • taka þátt í lýðræðissamfélagi á virkan og ábyrgan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?