Fara í efni

ÍSLE1UL04 - Íslenska með áherslu á sköpun í víðu samhengi

læsi, sköpun, uppgötvun

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Unnið verður með alla þætti íslenskunnar þar sem sköpun er höfð að leiðarljósi í þeim tilgangi að brjóta upp hefðbundið mynstur í íslenskukennslu. Áhersla er lögð á uppgötvun, gagnrýna hugsun, umræður og ígrundun ásamt hefðbundnum kennsluaðferðum. Notast verður við aldursmiðaðar bókmenntir. Unnið með hugtök, málfræði, íslenska tónlist, lesskilning og fjölbreytt verkefni. Megin áhersla verður á að nemandinn viðhaldi og byggi ofan á þann grunn sem hann býr nú þegar að.

Þekkingarviðmið

  • hugtakinu sköpun í víðu samhengi
  • að vinnuferlið er ekki síður mikilvægt en afraksturinn
  • að hægt er að leita leiða á fjölbreyttan hátt
  • að mismunandi skoðanir eru viðurkenndar
  • að sjónarhorn allra er jafnt mikilvægt

Leikniviðmið

  • nálgast viðfangsefni á mismunandi hátt
  • beita mismunandi aðferðum til að túlka
  • gagnrýna á uppbyggilegan hátt
  • koma skoðunum sínum á framfæri

Hæfnisviðmið

  • leita nýrra leiða og mynda sér sjálfstæðar skoðanir
  • hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
  • lesa í og/eða nýta sér mismunandi upplýsingar
  • tjá eigin skoðanir
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?