Fara í efni

LÝÐH1SU02 - Lýðheilsa með áherslu á sund

Sund

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Í áfanganum kynnist nemandinn mismunandi sundaðferðum og æfir þær. Áhersla verður lögð á tæknina að baki hverri sundaðferð og hvernig efla má úthald. Nemandinn fær leiðsögn við ýmsar tækniæfingar er varða sund og fær þjálfun í að synda með og án hjálpartækja.

Þekkingarviðmið

  • að sundið getur verið skemmtileg tómstundaiðja
  • að sund styrkir líkamann og eykur úthald og þrek
  • að sund er holl og góð hreyfing fyrir líkamann

Leikniviðmið

  • koma sér yfir laug með eða án hjálpartækja
  • bæta úthald sitt
  • beita tækni varðandi fótatök, handahreyfingar, legu og öndun
  • þekkja reglur sem gilda á sundstöðum

Hæfnisviðmið

  • fara í sund og synda það sund sem hæfir getu og/eða áhuga
  • synda sér til heilsubótar
  • æfa sund hjá sundfélagi
  • fara eftir reglum sem gilda á sundstöðum
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?