Fara í efni

HEIL1HH02 - Heilsuefling 1

heilbrigði, hreyfing

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Í áfanganum er leitast við að hvetja nemandann til heilbrigðari lífshátta. Lögð verður áhersla á fjölbreytta líkamsþjálfun þar sem unnið er markvisst að því að nemandi finni hreyfingu við sitt hæfi út frá getu og áhuga. Unnið er markvisst að því að nemendur öðlist færni í að skipuleggja eigin þjálfun auk þess sem farið er í grunnatriði réttrar líkamsbeitingar. Þá eru sköpuð tækifæri til að spreyta sig á fjölbreyttum aðferðum til þol-, styrktar- og liðleikaþjálfunar auk þess sem boðið verður upp á mælingar, t.d. á þoli og styrk, blóðþrýstingi og púlsi.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi upphitunar, úthalds- styrktar- og liðleikaþjálfunar
  • leiðum til að nýta líkams- og heilsurækt í daglegum athöfnum
  • æfingum sem bæta líkamsstöðu
  • fjölbreyttum aðferðum til heilsuræktar

Leikniviðmið

  • auka úthald sitt, styrk og liðleika með fjölbreyttum aðferðum sem henta hverjum og einum
  • stunda æfingar og hreyfingu sem stuðlar að bættri líkamsbeitingu
  • stunda þjálfun og hreyfingu sem hefur áhrif á jákvæða upplifun og viðhorf til líkams- og heilsuræktar
  • nota samvinnu til að stuðla að tillitssemi og hvatningu
  • nota heilsulæsi til að efla og viðhalda góðri andlegri og líkamlegri heilsu

Hæfnisviðmið

  • styrkja jákvæða sjálfsmynd með þátttöku í almennri heilsurækt, leikjum og útiveru
  • skilja gildi samvinnu í leik og keppni
  • sýna öðrum virðingu við leik, nám og störf
  • glíma við fjölbreytt verkefni sem snúa að alhliða hreyfingu, líkams- og heilsurækt
  • nýta nánasta umhverfi sitt og náttúru til heilsuræktar
  • nýta sér undirstöðuatriði líkamsbeitingar í þjálfun
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?