Fara í efni

MARG2HG03 - Upplýsingatækni

grafísk uppsetning, hreyfimyndagerð, myndvinnsla, stafræn ljósmyndum

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: MARG1MV03 eða sambærilegur áfangi
Í áfanganum lærir nemandinn grunnatriði stafrænnar ljósmyndunar og dýpkar skilning sinn á myndvinnslu og mikilvægi skipulagðrar hugsunar við grafíska framsetningu. Auk þessa fá nemendur kynningu á verkfærum til einfaldrar hreyfimyndagerðar.

Þekkingarviðmið

  • grunnatriðum stafrænnar ljósmyndunar og tækjum henni tengdri
  • grunnatriðum hreyfimyndagerðar og forritum henni tengdri
  • hvernig hægt er að nýta grafíska framsetningu til kynningar á eigin myndum
  • hvernig hægt er að gera einfaldar hreyfimyndir
  • hvernig á að vista rafræn gögn
  • mismunandi skáarendingum (.tiff, .jpeg, .avi o.fl.)

Leikniviðmið

  • vinna með stafræna ljósmyndun og eigin ljósmyndir í myndvinnsluforritum
  • gera einfaldar hreyfimyndir út frá eigin hugmyndum
  • meta möguleika eigin ljósmynda til frekari úrvinnslu
  • miðla eigin sköpun í ljósmyndum og hreyfimyndum

Hæfnisviðmið

  • vinna sjálfstætt með stafrænar ljósmyndir á skapandi hátt
  • rökstyðja val sitt á viðfangsefnum og verkfærum sem hann notar
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?