VIÐS2AV02(AV) - Verslunarreikningur
almennur verslunarreikningur, vaxtareikningur
Einingafjöldi: 2
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Almennur verslunarreikningur sem felst í uppsetningum á jöfnum, skiptireikningi, hlutfallareikningi. Þá er prósentureikningur og vaxtareikningur megin viðfangsefni áfangans. Einnig er farið í gengi gjaldmiðla og greiðslur af lánum með jöfnum afborgunum. Nemandinn fær æfingu í notkun reiknivéla og töflureiknis og lærir hagnýtar reikniaðgerðir.
Þekkingarviðmið
- reiknivélinni og möguleikum hennar
- töflureikni og notagildi hans
- jöfnureikningi
- hlutföllum og skiptireikningi
- almennum verslunar-, prósentu- og vaxtareikningi
- gengi gjaldmiðla og verði á gjaldeyri
- útreikningi á vöxtum og afborgunum
Leikniviðmið
- nota reiknivélar og töflureikni
- leysa jöfnur með einni óþekktri stærð
- reikna út hluti, hlutföll, einingaskipti og prósentur
- reikna út innkaupsverð og söluverð, álagningu, afslátt og virðisaukaskatt
- reikna út vaxtaupphæð, höfuðstól og vaxtaprósentu
- reikna út breytingar á gengi og verði gjaldmiðla
- reikna út vexti og afborganir einföldustu gerða skuldabréfa
Hæfnisviðmið
- annast útreikninga sem varða fjármál heimilisins
- annast einfalda útreikninga sem varða fjármál fyrirtækja
- meta hagkvæmni lána