ÍÞRF2ÍS03 - Saga íþróttanna
kynjamunur, íþróttasaga, þróun íþrótta
Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Í áfanganum er farið yfir helstu atriði í íslenskri íþróttasögu ásamt helstu þáttum í erlendri íþróttasögu s.s. Ólympíuleika. Fjallað er um gildi og hlutverk íþrótta í nútíma samfélagi. Komið er inn á félagslegar rannsóknir á sviði íþrótta á Íslandi, áhrif fjölmiðla á þróun íþrótta, kynjamun og íþróttaiðkun, ásamt tengingu fjármagns og auglýsinga við íþróttir. Fjallað er um stefnur í íþróttum, s.s. afreksmannastefnu íþróttahreyfingarinnar og afreksmannasjóð. Vikið er að skipulagningu íþróttahreyfingarinnar og uppbyggingu hérlendis og hvernig við tengjumst heimssamtökunum. Farið er yfir árangur íslendinga á Ólympíuleikum, íþróttir mismunandi hópa, íþróttir sem heilsueflingu, gildi íþrótta, forvarnir, áhrifamátt og tengsl fjölmiðla og fjármagns við íþróttir. Einnig eru íþróttir skoðaðar út frá áhrifum á samfélag nemanda.
Þekkingarviðmið
- sögu íþrótta á Íslandi fyrr og nú
- glímu, sem þjóðaríþrótt Íslendinga
- helstu atriðum í sögu Ólympíuleika
- félagslegum rannsóknum á sviði íþrótta á Íslandi
Leikniviðmið
- skoða áhrif íþrótta á samfélagið
- þekkja uppbyggingu og skipulag íþróttahreyfingarinnar á Íslandi
- læra um áhrifamátt og tengsl fjölmiðla og fjármagns við íþróttir
Hæfnisviðmið
- skilja gildi íþrótta sem forvarnarstarfs
- skilja samfélagslegt gildi íþrótta fyrr og nú
- skilja gildi íþrótta sem söluvöru
- taka þátt í umræðum um íþróttir í samfélaginu í víðum skilningi