Fara í efni

ÍÞRF3BL05 - Hreyfifræði, bein og vöðvar

bein, hreyfifræði, líffærakerfi, vöðvar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ÍÞRF2ÞB03 eða sambærilegur áfangi
Í áfanganum er fjallað um starfsemi mannslíkamans með áherslu á bein og vöðva. Sérstök áhersla verður lögð á þau líffæri og líffærakerfi sem tengjast hreyfingum mannslíkamans. Fjallað er um bein, bönd og liðamót, liðfleti og liðpoka. Einnig um hreyfingu í liðamótum og stefnu hreyfinga. Fjallað er um starfsemi einstaka vöðva, upptök þeirra og festu. Fjallað er um hugtök og grundvallaratriði hreyfifræðinnar og komið inn á tækni íþróttagreina. Áfanginn byggir að stórum hluta á stafrænni hreyfifræði, þ.e. hvernig vöðvar, bein og liðamót líkamans koma við sögu í fjölbreyttum hreyfingum. Nemandinn gerir æfingar með og án áhalda til að auka skilning sinn á því hvernig ákveðnar hreyfingar myndast í íþróttum. Enn fremur er fjallað um rétta lyftitækni, starfsstellingar og hreyfingar við vinnu. Lögð er áhersla á að nemandinn verði meðvitaður um eigin líkamsbeitingu við vinnu og/eða íþróttaiðkun og öðlist aukinn skilning á eigin líkamsstarfsemi með það að markmiði að auðvelda honum að taka ábyrgð á eigin lífsháttum.

Þekkingarviðmið

  • virkni helstu vöðva og vöðvahópa líkamans, upptökum þeirra og festu
  • hlutverki beinagrindar, heitum beina og staðsetningu
  • hreyfingu og gerð helstu liðamóta og banda
  • helstu lögmálum hreyfifræðinnar

Leikniviðmið

  • greina hreyfingar með tilliti til virkni einstakra vöðvahópa
  • greina hreyfingar með tilliti til virkni liðamóta
  • beita réttri lyftitækni
  • nota réttar starfsstellingar og hreyfingar við vinnu

Hæfnisviðmið

  • vinna með helstu lögmál hreyfifræðinnar
  • greina staðsetningu og heiti helstu beina, vöðva og liðamóta líkamans
  • greina vöðvavinnu við ákveðnar æfingar og leiðbeina út frá því
  • greina mun á réttri og rangri líkamsbeitinu og geta veitt ráðleggingar um líkamsbeitingu
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?