ÍÞRG2ÍF04 - Fjölíþróttir
fjölbreytt líkamsþjálfun, íþróttagreinar
Einingafjöldi: 4
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Áfanginn samanstendur af verklegri kennslu í fjölbreyttum íþróttagreinum s.s. hópíþróttum í sal, sundi, glímu, íshokkí, krullu, klifri á klifurvegg, golfi, bandy, badminton og skíðum/bretti. Lögð er áhersla á fjölbreytta hreyfingu og fræðslu um þætti sem íþróttamenn þurfa að hafa í huga þegar þeir stunda mismunandi íþróttir. Nemandinn fer í heimsóknir til íþróttafélaga og kynnist ýmsum greinum og prófar. Lögð verður áhersla á fjölbreytta líkamsþjálfun þar sem unnið er markvisst að því að nemandi finni hreyfingu við sitt hæfi út frá getu og áhuga.
Þekkingarviðmið
- mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna
- mismunandi íþróttgreinum
- viðeigandi búnaði sem þarf til að stunda þessar íþróttagreinar
- meginleikreglum íþróttagreinanna
- grunnatriðum í leikfræði íþróttagreinanna
Leikniviðmið
- iðka þær greinar sem kenndar eru
- klæða sig og útbúa eftir aðstæðum og kröfum mismunandi greina
- taka þátt í æfingum og leikjum í íþróttagreininni sem stuðla að jákvæðum samskiptum kynja
- taka þátt í leikjum sem stuðla að samvinnu og tillitsemi
Hæfnisviðmið
- stunda nýjar og jafnvel óhefðbundnar íþróttir
- nýta sér mismunandi aðstæður til líkamsræktar og heilbrigðra lífshátta
- átta sig á mikilvægi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega líðan einstaklingsins
- vinna með öðrum og vera hluti af hópi