STÝV2LM05 - Rofar og loftstýringar
handvirkir mótorrofar, loftstýringar, mótorræsingar
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: STÝV2SK05
Þrep: 2
Forkröfur: STÝV2SK05
Í áfanganum fer fram kynning á loftstýringum, helstu loftmeðhöndlunartækjum og virkni þeirra. Fjallað er um nokkrar gerðir af loftstýrieiningum, s.s. loka og strokka og helstu tákn og tengimyndir sem notaðar eru í loftstýringum. Nemendur þjálfast í teikningum og tengingum á einföldum loftstýringum. Haldið er áfram með segulliðastýringar þar sem frá var horfið í fyrri áfanga en nú með tengingum við loftstýringar. Nemandinn hannar og tengir loftstýribúnað sem stjórnað er af segulliðastýringum. Eins og í fyrri áfanga er áhersla lögð á að nemandinn nýti sér mælitæki til að finna tengivillur og bilanir og fái þjálfun í að tengja, prófa og mæla og taka saman niðurstöður.
Þekkingarviðmið
- helstu kostum og göllum við loftstýringar
- virkni og notkun á loftpressum, loftsíum, smurtækjum, lofthylkjum og öryggislokum
- virkni og notkun á einvirkum og tvívirkum strokk
- virkni og notkun á 2/2-, 3/2- og 5/2-lokum sem stýrt er handvirkt, með rafmagni, með lofti og vélrænt
- virkni og notkun á deyfistefnu-, tvíþrýsti- og einstefnulokum
Leikniviðmið
- teikna virkni- og tengimyndir
- tengja eftir teikningum
- tengja segulliða- og loftstýringar saman
Hæfnisviðmið
- framkvæma bilanaleit í loftstýringum
- skilja upplýsingar af skiltum rafmótora