VGRV2RS03 - Tækjasmíði 1
smíði rafeindarása og samsetning á tæki
Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: VGRV1ML05
Þrep: 2
Forkröfur: VGRV1ML05
Í áfanganum fær nemandinn þjálfun í að smíða rafeindarásir með a.m.k. 10 íhlutum. Nemandinn les teikningu frá kennara, lærir um virkni og hlutverk íhluta, smíðar rásir og beitir mælitækjum til að kanna virkni rása og átta sig á hvaða afleiðingar það hefur ef einstaka íhlutir bila. Nemandinn fær leiðsögn við að framkvæma einfalda bilanaleit með notkun mælinga.
Þekkingarviðmið
- hlutfalli milli straums, spennu og viðnáms
- breytingum sem verða á spennu ef viðnám breytist
- hlutverki og virkni íhluta
Leikniviðmið
- lóða íhluti upp á prentplötu
- Ohmmæla íhluti í rás með tilliti til annara íhluta
- reikna afltöku rásarinnar
- reikna strauma þar sem viðnám og spenna liggur fyrir
Hæfnisviðmið
- teikna rafeindarás á blaði
- skilja virkni einfaldra rafrása
- spennumæla spennusettar rásir