HLGS2MT03 - Suðuaðferðir og suðutæki
MIG/MAG og TIG suða
Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Í áfanganum lærir nemandinn MIG/MAG-suðu í efnisþykktum 2 – 6 mm og TIG-suðu í efnisþykktum 1 – 3 mm. Lögð er áhersla á að nemandinn öðlist grunnfærni og þekkingu á suðuaðferðum, að hann þekki mun á þeim, kostum þeirra og göllum og geti soðið stál, ryðfrítt stál og ál. Farið er yfir öryggisbúnað s.s. hlífðarfatnað og hlífar, hættur og helstu varúðarráðstafanir vegna þeirra.
Þekkingarviðmið
- gastegundum og gasblöndum sem notaðar eru við suðu á stáli, áli og ryðfríu stáli
- hlutverki hlífðargass og réttum stillingum
- öllum hlutum suðubyssu og leiðara fyrir MIG/MAG og TIG
- virkni suðutækja, drifbúnaði og pólun
- virkni viðnámsspólu í MIG/MAG og TIG suðutækjum
- ýmsum gerðum kveikinga í MIG/MAG og TIG-suðuvélum
- brunahættu vegna straumleiðara
- helstu hættum og varúðarráðstöfunum vegna geislunar, hita, reyks, ósonmyndunar og eldfimra efna
- hlífðarfatnaði og hlífum við vinnu
Leikniviðmið
- meðhöndla búnað til suðu
- setja rúlluvír í suðutæki
- nota TIG- og MIG/MAG suðu til að sjóða saman hluti í ýmsum suðustöðum s.s. PA-BW, PA-FW og PF-FW
- gegnumsjóða þunna stálplötu öðru megin frá
- nota hlífðarfatnað og öryggisbúnað
Hæfnisviðmið
- stilla suðutækin, þ.e. straum, vírhraða, spennu og viðnám
- velja rétta spíssa
- stilla gasflæði, velja gashulsu og skaut
- velja hlífðarbúnað og hlífar í samræmi við aðstæður
- meta algengustu suðugalla og greina orskakir þeirra