NÁSS1SÖ06 - Kynning á verk- og starfsnámi
sjálfsvitund, starfsfræðsla, öryggi
Einingafjöldi: 6
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Í áfanganum gefst nemandanum kostur á að kynnast þeim verknámsmöguleikum sem eru í boði hverju sinni í skólanum. Nemandinn fæst við fjölbreytt verkefni og kynnist vinnubrögðum sem nýtast honum í daglegu lífi s.s. líkamsbeitingu. Að auki kynnist hann starfsgreinum og atvinnumöguleikum sem bjóðast að loknu starfsnámi í framhaldsskóla. Nemandinn fer á milli verklegra deilda í skólanum og tekst á við margvísleg verkefni tengd hverri faggrein fyrir sig. Mikið er lagt upp úr öryggi á vinnustöðum og umgengni. Leitast er við að nemandinn finni styrkleika sína og öðlist sjálfstraust til að sinna ólíkum verkefnum og finni áhugasvið sitt í gegnum fjölbreytt nám.
Þekkingarviðmið
- námsleiðum innan VMA og þeim möguleikum sem standa til boða í verk- og/eða starfsnámi
- helstu hugtökum og viðfangsefnum hinna ýmsu verk- og starfsgreina
- grunnatriðum sem snúa að öryggi á vinnustað
- atvinnumöguleikum að loknu verk- og/eða starfsnámi
- réttum vinnustellingum
Leikniviðmið
- beita ýmsum verkfærum við vinnu í ólíkum verklegum greinum
- beita líkamanum rétt við mismunandi aðstæður
- bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum í því vinnuumhverfi sem hann er staddur í hverju sinni
- greina styrkleika sína og tengja áhugasvið sitt við nám
- setja sig í spor annarra, sýna umburðarlyndi og samhygð
Hæfnisviðmið
- stunda árangursríkt nám á framhaldskólastigi og taka ábyrgð á eigin námi
- taka afstöðu til áframhaldandi náms við skólann, verklegs eða bóklegs
- vera ábyrgur og ganga vel um vinnustaðinn m.t.t. öryggis og frágangs
- bæta eigin vinnubrögð og samstarf við aðra