TRÉS1AB01(AV) - Véltrésmíði
afrétting, bútun, sögun, þykktarheflun
Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Í áfanganum lærir nemandinn grunnatriði í véltrésmíði. Fjallað er um algengustu trésmíðavélar sem notaðar eru í tré- og byggingaiðnaði, meðferð þeirra og umhirðu. Farið er yfir grunnatriði við vinnslu á gegnheilum viði, stillingar, fyrirbyggjandi viðhald, hlífar, hjálpartæki og notkunarleiðbeiningar og merkingar á tækjum og búnaði. Lögð er áhersla á líkamsbeitingu og öryggismál um umgengni við tæki og búnað.
Þekkingarviðmið
- uppbyggingu og notkun á algengustu trésmíðavélum
- öryggiskröfum sem gerðar eru við vinnu við trésmíðavélar
Leikniviðmið
- nota trésmíðavélar við vinnu á gegnheilum viði á öruggan hátt
- ganga um trésmíðaverkstæði sem vinnustað
- velja bitverkfæri við hæfi
Hæfnisviðmið
- vinna með gegnheilan við í bútsög, afréttara, þykktarhefli og plötusög
- gera sér grein fyrir því hvaða hættur eru fyrir hendi við vélavinnu og bregðast við þeim á réttan hátt
- vera ábyrgur við notkun og umgengni um trésmíðavélar og trésmíðaverkstæði