SJÚK2MS05(AV) - Sjúkdómafræði 1
Meinafræði, sjúkdómar
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: LÍOL2IL05
Þrep: 2
Forkröfur: LÍOL2IL05
Í áfanganum er fjallað um þróun sjúklegra breytinga í mannslíkama frá frumulöskunum til sjúkdóma í líffærakerfum. Viðbrögðum frumna og vefja við álagi er lýst og hlutverki samvægisferla í viðhaldi heilbrigðis. Fjallað er um grundvallarhugtök í meinafræði eins og ónæmisviðbrögð, viðgerðarferli og vefjadrep. Fjallað er um sýkingar, erfðir og æxlisvöxt og tengsl umhverfisáhrifa og sjúklegra breytinga í líkama. Áhættuþættir, einkenni, orsakir, afleiðingar og meðferðamöguleikar algengra sjúkdóma í stoðkerfi, taugakerfi og þekjukerfi eru teknir til umfjöllunar. Latneskt nafngiftakerfi í meinafræði og sjúkdómafræði er útskýrt.
Þekkingarviðmið
- algengum fræðilegum hugtökum sem tengjast efni áfangans
- mikilvægi samvægis fyrir heilbrigði líkamans
- þróun sjúklegra breytinga í líkama
- viðbrögðum frumna, vefja, líffæra, líffærakerfa við álagi og samvægistruflunum
- algengum sýkingum í mannslíkama og einkennum þeirra
- samspili umhverfis- og erfðaþátta í sjúkdómsþróun
- flokkun, hegðun og frumorsökum æxlisvaxtar
- áhættuþáttum, einkennum, orsökum, afleiðingum og meðferðarmöguleikum algengra sjúkdóma í þekjukerfi, stoð- og taugakerfi
- fjölbreyttum miðlum til þess að viðhalda og þróa þekkingu sína í sjúkdóma- og meinafræði
- latneskum nafngiftum í meinafræði og sjúkdómafræði
Leikniviðmið
- nota algeng fræðileg hugtök sem tengjast efni áfangans
- bera saman löskunaráhrif og smithæfni algengra sýkinga í mannslíkama
- bera saman þróun sjúklegra breytinga í frumum, vefjum, líffærum og líffærakerfum
- nota fjölbreytta miðla til þess að viðhalda og þróa þekkingu sína í sjúkdóma- og meinafræði
- nota latneskar nafngiftir yfir sjúkdóma og hugtök í meinafræði
Hæfnisviðmið
- rekja þróun sjúklegra breytinga í frumum, vefjum, líffærum og líffærakerfum og útskýra viðbrögð líkamans við þeim
- viðhafa viðeigandi smitgát vegna smitandi sjúkdóma
- draga ályktanir um möguleg áhrif umhverfislaskana og erfðagalla á sjúkdómsþróun
- miðla þekkingu um meinafræði og sjúkdóma í þekjukerfi, stoðkerfi og taugakerfi á fjölbreyttan og skapandi hátt
- gera grein fyrir samspili umhverfis- og erfðaþátta í sjúkdómsþróun
- útskýra flokkun, hegðun og frumorsakir æxlisvaxtar
- gera grein fyrir áhættuþáttum, einkennum, orsökum, afleiðingum og meðferðarmöguleikum algengra sjúkdóma í þekjukerfi, stoð- og taugakerfi
- nýta þekkingu sína í sjúkdómafræði í starfi