Fara í efni

VÉLV2FV03 - Vélfræði fjórgengis vélhjóla

fjórgengis vélhjól, íhlutir

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: Að minnsta kosti 5 einingar í vélfræði/vélstjórn
Vélfræði fjórgengis vélhjóla kynnt. Fjallað um sambyggingu vélar, kúplingar og gírkassa í vélhjólum. Einnig fjallað um nokkur frávik frá þessari sambyggingu. Fjallað um mismunandi fjölda strokka og mismunandi byggingarlag vélanna. Fjallað um heiti og tilgang allra helstu íhluta vélanna þ.m.t. kúplingar og gírkassa. Ítarlega fjallað um vinnuhring, ventlatíma og stillingu kambástíma fjórgengisvéla í vélhjólum. Áhersla lögð á virkni sveifaráss, strokka og strokkloka vélanna. Fjallað um gerðir og virkni: kælikerfa, útblásturskerfa, eldsneytiskerfa og smurkerfa. Fjallað um þéttingar og samsetningu vélanna með áherslu á mikilvægi upplýsinga frá framleiðenda vélanna. Áhersla lögð á hreinlæti og vönduð vinnubrögð við alla vinnu við vélarnar. Fjallað um útreikning á rúmtaki og þjöppunarhlutfalli fjórgengisvéla.

Þekkingarviðmið

  • helstu gerðum og uppbyggingu fjórgengisvéla í vélhjólum
  • vinnuhring vélanna
  • heiti og hlutverki einstakra vélarhluta þ.m.t. kúplingar og gírkassa
  • helstu gerðum eldsneytiskerfa vélanna
  • rúmtaki og þjöppunarhlutfalli vélanna

Leikniviðmið

  • stilla kambástíma fjórgengisvéla
  • reikna rúmtak fjórgengisvéla
  • reikna þjöppunarhlutfall fjórgengisvéla

Hæfnisviðmið

  • útskýra virkni og tilgang einstakra vélarhluta
  • lýsa vinnuhring, ventlatíma og stillingu kambáss (kambása) fjórgengisvéla
  • lýsa virkni einstakra vélarhluta og vélarinnar í heild
  • útskýra virkni mismunandi eldsneytiskerfa vélhjóla
  • útskýra rúmtak og þjöppunarhlutfall fjórgengisvéla
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?