Fara í efni

VÉLV3EV03 - Eldsneytiskerfi vélhjóla

uppbygging, virkni, viðhald eldsneytiskerfa

Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: VÉLV3SE03
Farið ítarlega í uppbyggingu og virkni eldsneytiskerfa í vélhjólum allt frá tanki til og með blöndunga/innspýtingar. Farið í mikilvægi lofthreinsarans. Kenndar umgengniskröfur og nákvæmni við vinnu í eldsneytiskerfum. Kennt hvernig unnið er út frá upplýsingum framleiðanda við viðhald eldsneytiskerfa. Fjallað um mismunandi uppbyggingu ventlabúnaðar svo sem undirlyftustengur, kambása,vippuarma, vökvaundirlyftur o.fl. Farið yfir mismunandi drifbúnað kambása. Fjallað um mismunandi aðferðir við ventlastillingu.

Þekkingarviðmið

  • uppbyggingu eldsneytiskerfa í vélhjólum
  • íhlutum (nöfnum og tilgangi) einstakra hluta í eldsneytiskerfum vélhjóla
  • kröfum um umgengni, hreinlæti og nákvæmni við vinnu í eldsneytiskerfum vélhjóla
  • mismunandi uppbyggingu strokkloka og ventlabúnaðar vélhjóla

Leikniviðmið

  • framkvæma viðgerðir og stillingar á eldsneytiskerfum vélhjóla
  • framkvæma viðgerðir og stillingar á ventlabúnaði eftir upplýsingum frá framleiðanda

Hæfnisviðmið

  • nýta upplýsingar frá framleiðanda til að finna bilanir í eldsneytiskerfum vélhjóla
  • meta ástand ventlabúnaðar út frá upplýsingum framleiðanda
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?