BRHV2FH02 - Felgugerðir og stærðir og áhrif þeirra á vélhjólið
felgugerðir, felgustærðir, hemlunarafköst
Einingafjöldi: 2
Þrep: 2
Forkröfur: Að minnsta kosti 5 einingar í vélfræði/vélstjórn
Þrep: 2
Forkröfur: Að minnsta kosti 5 einingar í vélfræði/vélstjórn
Farið yfir ýmis hugtök svo sem kraft, þyngd, vogararma, snúningsvægi, núning og núningsstuðul. Fjallað um hreyfiorku, tregðulögmálið og hemlunarafköst. Farið yfir eðli þeirra og áhrif á vélhjólið. Farið yfir mismunandi felgugerðir og hvernig á að teina upp gjörð, rétta af gjörð og herða teina. Farið yfir mismunandi felgustærðir og helstu gerðir dekkja svo sem þurrdekk, regndekk og torfærudekk. Farið yfir ýmsar aðferðir við umfelgun.
Þekkingarviðmið
- þeim kröftum sem eru virkir í vélhjólum við hemlun
- núningi og hemlunarafköstum
- mismunandi felgu- og dekkjagerðum
- því sem þarf að varast við umfelgun
Leikniviðmið
- reikna út núningskrafta og hemlunarafköst
- skoða ástand dekkja og gjarða
- skipta um gjarðir
- umfelga dekk
Hæfnisviðmið
- meta ástand dekkja og gjarða
- teina upp gjörð og herða teina
- rétta af gjarðir