BRHV2HH02 - Gerð og virkni diska- og skálahemla
hemlakerfi, hjólabúnaður
Einingafjöldi: 2
Þrep: 2
Forkröfur: BRHV2FH02
Þrep: 2
Forkröfur: BRHV2FH02
Farið yfir gerð og virkni hjólhemla bæði diska- og skálahemla. Skoðuð eru hemlakerfi og íhlutir svo sem höfuðdælur og bremsuklossar. Farið yfir aðferðir við að taka hjólhemla sundur og hvernig skal meðhöndla íhluti fyrir samsetningu. Farið yfir fyrirkomulag á slöngum og röralögnum með tilliti til hreyfinga á hjólabúnaði og ýmsar gerðir þéttinga á hemlarörum. Kenndar aðferðir við lofttæmingu vökvakerfa og hvernig á að mæla kast á bremsudiskum. Farið yfir skyldur og ábyrgð viðgerðarmanna vegna umferðaröryggis.
Þekkingarviðmið
- kröfum til hemla í reglugerðum
- vökvahemlakerfi og íhlutum þeirra
- kröfum til vökvalagna og hemlavökva
- sérverkfærum og tækjum sem eru notuð við hemlaviðgerðir
Leikniviðmið
- beita mismunandi aðferðum við að lofttæma hemlakerfi
- endurnýja hemlavökva
- mæla kast á bremusdiskum
Hæfnisviðmið
- lýsa virkni vökvahemlakerfa og íhlutum þeirra
- taka sundur hjólhemla meta ástand íhluta og setja saman aftur
- meta ástand vökvalagna og endurnýja rör og slöngur
- gera ítarlega hemlaprófun