Fara í efni

FJÖV2FA03 - Byggingarlag grindar vélhjólsins

fram- og afturgaffall, gaffalhalli

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: Að minnsta kosti 5 einingar í vélfræði/vélstjórn
Farið yfir gerð og byggingarlag grindar vélhjólsins, fyrirkomulag á fram og afturgafli, gaffalhalla og tilheyrandi legur og fóðringar Farið yfir grunngerðir fjöðrunarbúnaðar svo sem gormafjöðrun, blaðfjöðrun, vindustangir, loft- og vökvafjöðrun einnig línulega og ólínulega fjöðrun. Farið í mælingar á slagi í hjólalegum og legum/fóðringum í fram og afturgaffli. Farið yfir herslu á legum í framgaffli.

Þekkingarviðmið

  • mismunandi byggingarlagi vélhjóla
  • mismunandi fjöðrunareiginleikum vélhjóla
  • aðferðum við að mæla slag í göfflum og hjólalegum

Leikniviðmið

  • mæla slag á hjólalegum og slag í göfflum
  • herða legur í framgaffli

Hæfnisviðmið

  • meta ástand fjöðrunarbúnaðar
  • skipta um hjólalegur og pakkdósir í hjólum
  • skipta um legur og fóðringar í göfflum
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?