Fara í efni

VFJÓ2BB03 - Umhirða vélsleða og fjórhjóla

belti, blöndungur, drifbúnaður, kúpling

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: Að minnsta kosti 5 einingar í vélfræði/vélstjórn
Farið yfir þróun vélsleða til dagsins í dag. Farið yfir mismunandi byggingarlag og fjöðrun á búkka í vélsleðum og umhirðu þeirra. Mismunandi gerðir af beltum skoðaðar og farið yfir mikilvægi þess að belti sé rétt strekkt. Farið ítarlega í vinnumáta kúplinga í stiglausu reimdrifi, áhrif mismunandi þyngda á vigtum og stífleika á gormi í fremri kúplingu skoðuð ásamt mismunandi stillingum á virkni afturkúplingar með tilliti til bakskiptingar. Farið yfir stillingar á blöndungi tvígengisvélar með tilliti til breytilegs hitastigs og loftþrýstings vegna hættu á úrbræðslu. Farið almennt yfir umhirðu vélsleða og fjórhjóla. Farið yfir drifbúnað og fjörðun fjórhjóla, t.d. öxla, mismunadrif ofl.

Þekkingarviðmið

  • eiginleikum stiglauss reimdrifs
  • aðferðum til að meta hættu á úrbræðslu tvígengisvéla
  • aðferðum við að stilla afstöðu vélar rétt í stiglausu reimdrifi
  • helstu íhlutum drifbúnaðar

Leikniviðmið

  • strekkja belti í vélsleða
  • stilla afstöðu vélar rétt í stiglausu reimdrifi
  • skoða kerti í vélsleða með tvígengisvél
  • framkvæma nauðsynlegar viðgerðir

Hæfnisviðmið

  • yfirfara kúplingar í stiglausu reimdrifi
  • meta hættu á úrbræðslu
  • meta ástand drifbúnaðar fjórhjóla
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?