SMÁV2BM03 - Aðgreining smávéla og fyrirbyggjandi viðhald
bilanagreining, mat á ástandi smávéla
Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: Að minnsta kosti 5 einingar í vélfræði/vélstjórn
Þrep: 2
Forkröfur: Að minnsta kosti 5 einingar í vélfræði/vélstjórn
Farið yfir helstu gerðir smávéla svo sem: sláttuvélar, sláttuorf, rafstöðvar, vatnsdælur o.fl. Skoðaðar eru vélar og farið í hvað greinir þær frá öðrum og hvar áherslur liggja í fyrirbyggjandi viðhaldi. Áfanginn er að miklu leyti verklegur þar sem nemendur taka sundur, setja saman, bilanagreina og meta ástand hinna ýmsu smávéla.
Þekkingarviðmið
- helstu gerðum smávéla á markaði
- kröfum framleiðanda til fyrirbyggjandi viðhalds smávéla
Leikniviðmið
- bilanagreina helstu smávélar
- taka sundur og setja saman helstu gerðir smávéla
Hæfnisviðmið
- meta ástand smávéla
- gera áætlun um viðgerð
- gera við helstu gerðir smávéla