UPPT1ÁH02 - Heimildaritgerð og heimildanotkun í heilbrigðisvísindum
meðferð og áreiðanleiki heimilda, uppsetning ritgerða
Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Í áfanganum er farið yfir upplýsingaleit á netinu m.a. skoðaður gagnagrunnar fyrir heilbrigðisvísindi, leitað verður í þessum gagnagrunnum að upplýsingum og nauðsyn þeirra metin. Fjallað er um uppsetningu ritgerða, áreiðanleika heimilda og uppsetning ritgerða samkvæmt APA tilvísunarkerfinu.
Þekkingarviðmið
- upplýsingaleit í heilbrigðisvísindum og mat á áreiðanleika þeirra
- gerð heimildaritgerða og heimildanotkun
Leikniviðmið
- leita á vefnum að upplýsingum um heilsu, heilbrigði og hjúkrun og meta trúverðugleika þeirra
- skrifa heimildaritgerð skv. APA heimildaskráningakerfinu
Hæfnisviðmið
- nýta sér heilbrigðisgagnagrunna á netinu
- meta áreiðanleika heimilda á netinu
- skrifa heimildaritgerð samkvæmt viðurkenndum aðferðum