Fara í efni

VÉLS3TK05 - Vélstjórn 3

teikningar og kerfi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: VÉLS2KB05, GRUN1FF04
Nemendur læra hvernig nota má teikningar og leiðbeiningabæklinga til að öðlast þekkingu á uppbyggingu einstakra vélarhluta og kerfa. Þeir kynnast eldsneytisolíum og kerfum, smurolíum og smurolíukerfum, krosshausvélum og langbulluvélum með tilliti til brennslu svartolíu, notkun á mismunandi smurolíum. Nýtingu glataðs varma frá vélum með varmaskiptum og afgaskötlum. Þeir öðlast þekkingu á tæringarvörnum ferskvatns- og sjókerfa um borð í skipum ásamt því að þekkja helstu gerðir skilvindna og kunna skil á skilvindukerfum, austur- og kjölfestukerfum og þeim reglum sem um þær gilda (MARPOL).

Þekkingarviðmið

  • nútímaeldsneytiskerfi sem hönnuð eru fyrir gasolíu- og svartolíu-meðhöndlun og geti útskýrt tilgang hvers einstaks þáttar í kerfunum með aðstoð teikninga
  • helstu eiginleiku eldsneytisolíu af mismunandi flokkum ásamt grundvallaratriðum um skiljun
  • nútíma smurolíukerfi og geti útskýrt tilgang hvers einstaks þáttar í kerfinu með aðstoð teikninga
  • helstu eiginleikum smurolíu af mismunandi flokkum og meðferð hennar við daglegan rekstur véla
  • nútíma kælivatns- og sjókælikerfi og geti útskýrt tilgang hvers einstaks þáttar í kerfunum með aðstoð teikninga
  • helstu eiginleikum fersk- og saltvatns til kælingar og meðhöndlun þess við daglegan rekstur véla
  • helstu orsökum og skilyrðum tæringar í skipum og vélakerfum ásamt þeim aðgerðum sem beitt er til varnar tæringu
  • gerð og uppbyggingu krosshausvéla

Leikniviðmið

  • nota teikningar og leiðbeiningabæklinga til að átta sig á uppbyggingu vélahluta og búnaðar og hvernig þeir vinna
  • rekja og átta sig á samhengi kerfa í vélarúmi

Hæfnisviðmið

  • annast rekstur skilvindukerfa í eldsneytis- og smurolíkerfum
  • annast rekstur aðal- og ljósavéla í minni skipum og sinna öllu fyrirbyggjandi viðhaldi á þeim
  • mæla og meta ástand kælivatns m.t.t tæringar
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?