HJÚK3ÖH05(AV) - Hjúkrun fullorðinna 3
hugmyndafræði, öldrun
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: HJÚK2TV05
Þrep: 3
Forkröfur: HJÚK2TV05
Í áfanganum er fjallað um stöðu aldraðra í samfélaginu og þá félagsþjónustu sem öldruðum stendur til boða. Jafnframt er lögð áhersla á sjálfsákvörðunarrétt aldraðra og þau réttindi sem öldruðum eru tryggð samkvæmt lögum. Hugmyndafræði og helstu kenningar í öldrunarhjúkrun eru skoðaðar. Farið er yfir helstu andlegar, félagslegar og líkamlegar breytingar sem fylgja hækkandi aldri. Fjallað er um helstu sjúkdóma og heilsufarsvandamál sem hrjá aldraða og viðeigandi hjúkrun. Kynntar eru aðferðir til þess að meta áhrif sjúkdóma og heilsubrests á virkni og vellíðan aldraðra. Fjallað er um mikilvægi heilbrigðs lífsstíls á efri árum með áherslu á forvarnir og heilsueflingu til að auka lífsgæði og vellíðan aldraðra. Sorg og sorgarviðbrögð eru tekin til umfjöllunar. Lögð er áhersla á sérstakar hjúkrunarþarfir einstaklinga við lífslok og líknarmeðferð. Mikil áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu, fagleg vinnubrögð, yfirsýn og heildræna nálgun við hjúkrun aldraðra hvort sem er á stofnunum eða á heimilum.
Þekkingarviðmið
- líkamlegum, andlegum og félagslegum breytingum sem fylgja hækkandi aldri
- áhrifum algengra öldrunarsjúkdóma á virkni og lífsgæði aldraðra
- aðferðum og mælitækjum sem notuð eru til að meta vitsmunalega færni, sjálfsbjargargetu og aðstæður aldraðra
- forvarnargildi og mikilvægi heilbrigðis lífsstíls á efri árum
- þeirri þjónustu og stuðningi sem öldruðum stendur til boða í samfélaginu
- kenningum sem fjalla um aðlögun að heilsubresti, sorg og missi
- lífsloka- og líknarmeðferð
- þverfaglegri teymisvinnu í málefnum aldraðra
Leikniviðmið
- nota viðurkenndar aðferðir og kvarða til þess að meta sjálfbjargargetu aldraðra
- hjúkra öldruðum á heildrænan hátt með tilliti til félagslegs, andlegs og líkamlegs ástands
- hjúkra öldruðum á líknandi meðferð og við lífslok
- greina mun á eðlilegum öldrunarbreytingum og sjúkdómsástandi hjá öldruðum
- greina áhrif öldrunarbreytinga á virkni og lífsgæði aldraðra
Hæfnisviðmið
- taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu um málefni aldraðra
- miðla á faglegan hátt upplýsingum um hjúkrun aldraðra
- fræða aldraða um heilbrigðan lífsstíl og þá þjónustu sem þeim stendur til boða í samfélaginu
- nýta kenningar um aðlögun að sorg og missi í hjúkrunarstörfum