Fara í efni

HÁRG2GB02(BH) - Hárgreiðsla og blástur 2

Grunnbraut

Einingafjöldi: 2
Þrep: 2
Forkröfur: HÁRG1GB02AH
Nemandinn þekkir nú grunnaðferðir á bak við mótun hárs með hverskonar tækjum og tólum. Unnið er áfram með þjálfun á rúlluísetningu og úrgreiðslu auk klípu- og blautbylgja í fleiri útfærslum s.s. bylgjur með hliðarskiptingu og beint aftur. Blástur er þjálfaður í dömur og herra, unnið er með ólík form og hárlengdir. Sýndar eru fléttur, snúningar og gerð hnúta í síðu hári og það útfært og æft. Áfram er unnið með notkun og gerð verklýsinga. Notast er við æfingahöfuð við verklega þjálfun.

Þekkingarviðmið

  • þremur mismunandi formum á ísetningum og greiðslum, svo sem beint aftur, stjörnu- og múrsteinaupprúllum.
  • viðeigandi hársnyrtiefnum og áhöldum við ísetningu og greiðslu.
  • gerð og notkun verklýsinga fyrir hárgreiðslu.
  • mismunandi formum á bylgjugreiðslum.
  • notkun bylgjugreiðu og klípa.

Leikniviðmið

  • skipta hárinu upp í fyrirfram ákveðnar brautir.
  • setja ýmsar stærðir af rúllum í misjafna sídd af hári.
  • túbera og greiða úr mismunandi upprúllum á æfingahöfðum.
  • greiða fjórar blautbylgjur upp frá einni ásamt þurrkun og úrgreiðslu.
  • gera klípuupprúll á æfingahöfði þannig að út komi fjórar bylgjur ásamt þurrkun og úrgreiðslu.

Hæfnisviðmið

  • skipta, rúlla upp og forma hár með hliðsjón af útkomu, uppbyggingu og áferð greiðslu.
  • notast við verklýsingar við gerð greiðslna.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?